Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Virkradagamæður.

     Ég játa það að þessi dagur var ekki eins fullkominn og gærdagurinn.  Það var ekki farið í Ikea og ekki í Laugar, en við fórum aftur á Mc Donalds.    Einhvern tíman heyrði ég að þessi tiltekni hamborgarastaður væri mesti helgarpabbastaður á íslandi og því fannst mér ekkert sérstaklega gott að fara þarna inn.  Ég vil ekki að menn og konur líti á mig og haldi að ég sé helgarpabbi eða réttara sagt bara pabbi um helgar því mér finnst það niðurlægjandi og orðið eitt og sér er það pottþétt.  Orðið er klárlega búið til af barnsmæðrum því allir þessir umræddu helgarpabbar eru pabbar alla daga þótt þeir séu bara með börnin um helgar og margir bara aðra hverja helgi.    Vafalaust kemur margt til en ég held þó að þverar og leiðinlegar,  eigingjarnar og sjálfselskar barnsmæður, gætum nefnt þær virkradagamæður, eigi þar hlut að máli.   Ég hvet því menn til að samþykkja ekkert annað en sameiginlegt forræði þegar sambúðarslit eða skilnaðir koma til og leggja allt í sölurnar fyrir það.  Ég er ekki frá því að farið sé að bara á örlitlu en bara örlitli kvenhatri hjá mér en samkvæmt eigin útreikningum ætti því að vara lokið upp úr miðjum febrúar og biðst ég afsökunar á því.   Konur virka bara stundum eins og þær séu dætur djöfulsins í samskiptum við okkur sveigjanlega og ljúfa karlmennina.   Úr því ég fór þarna inn tvo daga í röð velti ég því fyrir mér hvort helgarmæður færu líks á þennan stað  en eftir seinni ferðina sýnist mér þetta aðallega vera pör og pólverjar. Athyglin sem við feðgar fengum í dag var engin frá konum en fimm manna hópur af pólverjum hafði gaman af kútnum sem naut athyglinnar í botn.   Lítið á því að græða og ég reikna ekki með að fara þangað í bráð.  

     Unglingurinn kemur heim á eftir og búinn að vera í tvo sólarhringa í burtu, ég búinn að hringja þrisvar og hann fjórum sinnum.   Það er bara svo tómlegt án hans.  „Pabbi hvar Feðgarnirætlar þú að vera ef ég fer út á land um Jólin? „   Vertu ekki með áhyggjur af því vinur.  Þú ferð til mömmu þegar þig langar til.  „Ég verð bara hjá þér, það er varla hægt að skilja þig eftir einan því þú ert svo ruglaður“  .   Þá vitum við það.  Honum fannst ég eitthvað tregur þarna um morguninn þegar ég keyrði hann á völlinn.  En hann kemur samsagt til okkar á eftir og þá erum við feðgar sameinaðir á ný. Smile


Kaupa menn straubretti?

    Þetta er sko búinn að vera flottur dagur eða það sem af honum er liðið.   Ég og litli kútur sváfum til kl 9 sem hefur bara ekki gerst í marga mánuði,  báðir úthvíldir og gullfallegir.   Ég var svo hissa þegar ég leit á klukkuna að ég átti ekki til orð.   Þvílík afslöppun.   Út vorum við komnir kl 10 og inn í Ikea kl 11.    Röltum þar um og versluðum nokkra hluti sem við töldum okkur vanta.  Lampi , sósupottur og lítið borð strau-bretti.  Ég vissi ekki hvort ég átti að taka það núna eða koma aftur dulbúinn því mér fannst það eitthvað svo hallærislegt að kaupa straubretti.  Það er bara í manni einhver bremsa á suma hluti sem geta sært karlmennskuna.  Ég veit þetta hljómar ömurlega og það get ég svarið að ég er ekki karlremba.  Ég elda, þvæ þvotta, strauja, ryksuga, skúra og kaupi mér rósir í blómavasa (þessu hefði ég átt að sleppa), bara til að lífga upp á tilveruna.  En þessi tilfinning kom samt yfir mig og reyndar líka þegar ég skrifaði þetta um rósirnar sem ég kaupi stundum.  Ég ætla að láta þetta standa þótt ég hafi verið byrjaður að stroka þetta út.  Það lesa þetta hvort eð er svo fáir.  Ég veit ekki af hverju þetta er svona.  Skítt með það.  Við feðgar fórum því næst á Mc Donalds, og svo rakleitt í Laugar þar sem ég átti frábæra æfingu, skíðaði í 40 mínútur og æfði maga og bak. 

     Eldri strákurinn fór í gær út á land til bræðra sinna og ætlar að vera þar fram á sunnudag.   Litli kútur er alltaf að fara inn í herbergið hans og kalla á hann svo það er greinilegt að eitthvað vantar í alla sæluna.   Við erum samt búnir að heyra í honum tvisvar í dag og klukkan aðeins orðin fjögur.

Læt þetta duga til kvölds.


Hvað er þetta með ungar konur í dag?

     Hvað er þetta með ungar konur í dag?  Hvar eru vergjarnar eldri konur,  til dæmis konur á mínum aldri?   Nú er ung kona farin að herja á mig með sms-um, msn-um, mailum og hringingum.  Þetta er falleg og góð ung kona það vanta ekki þótt mér finnist maðurinn hennar ekkert sérstaklega myndarlegur en það er ekkert að angra mig.   Þetta er önnur unga konan sem eltir mig þennan hátt og þótt þetta hossi hégómanum og auðvitað alltaf gott að einhverjum öðrum en mömmu finnist ég glæsilegur vil ég hafa eldir konur á eftir mér.   Konur milli þrítugs og fertugs eru kjöraldurshópur í eltingaleik af þessu tagi og gæfi ég mikið fyrir eltingaleikfélaga í þeim aldurshópi.  Ég auglýsi hér með eftir honum, eða, æi ég veit það ekki.  Þetta hljómar ferlega einkamálaauglýsingalegt en ég læt þetta standa.   Svona ungar konur sem eiga allt lífið framundan eiga það skilið að upplifa alla þessa yndislegu hluti sem gefa lífinu gildi með mönnum á þeirra aldri.   Annars er þetta bara eins og að fara í bíó með einhverjum sem er búinn að sjá myndina í fjórða eða fimmta skipti.  Það vekur engin hughrif lengur og engin atriði sem fá mann til að kippast rosalega við eða hvað?   Öllu tekið með jafnaðargeði og handan við hornið eru hversdagslegir hlutir, alls ekki slæmir nú eða leiðinlegir heldur bara hversdagslegir.   Ég er ekki að segja að lífið sé ekki skemmtilegt á þessum aldri heldur er bara jafnaðargeðið allsráðandi.   Ég bjó „óvart“ með ungri konu í nokkur ár og þótt það væri fallegur tími að mörgu leyti var vitneskjan um að þetta væri bara tímabundið alltaf í undirmeðvitundinni og að hún ætti skilið einhvern sem segði „vá“ á sama tíma.  Samt var það hún sem lagði snöruna,  elti, sms-aði grimmt og herti að.  Best að passa sig á þessari gryfju.


Datt úr stuði.

    Ég á að vera að vinna að verkefni en ég datt úr öllu stuði áðan.   Ég veit ekki hvort ég er gramur, fúll, reiður, argur, illur eða bara óhress með þetta.  Barnsmóðir mín leit við áðan með kútinn minn sem er yndislegt en það sem ergir mig er að hún lítur á mig reglulega með svip sem ég kannast alveg við.   Það er svipurinn sem leiðir okkur á afvikinn stað  þar sem við  í tómri sælu svífum en í sumum tilvikum endar það jafn hratt og það byrjaði og skilur eftir sektarkennd og vanlíðan þrátt fyrir alla vellíðanina.   Ferlega erum við furðuleg.   Það pirrar mig að ég skuli sjá þessi merki,  en ekki geta skilgreint þau eða gengið út frá þeim vísum og gengið hreint til verks.   Ég veit ekki hvort þau eru daður, meðvituð eða ómeðvituð,  eða tómt rugl beint úr hausnum á mér.  Kannski langar mig bara í eitthvað sem ég hélt ég væri kominn yfir.........líklega sakna ég hennar bara, en ég vil samt ekki búa með henni.    Það er bara svo gott að hafa einhvern.  STOPP!  


Allt eða ekkert sagði sú fyrsta

    Ligg einn uppi í sófa, búinn að sofa í tvo tíma.  Eldaði kjúkling handa okkur feðgum fyrr í kvöld,  hann farinn út með vinum sínum.   Horfi á fólk elskast  á sirkusi kannast eitthvað við þetta en get varla rifjað það upp.   Man að mig langaði til að búa án konu en veit núna að mig langar til að búa með konu.  Bara ekki sömu konunni.   Langar í gott verður sól og blíðu en finn fyrir depurð og aðeins rigning getur fengið mig til að slaka á og líða betur.   Átti mér drauma um konu og börn en staðreyndin er konur og börn.   Allt eða ekkert  sagði sú fyrsta,   allt fyrir ekkert sagði svo önnur og allt verður ekkert sagði sú þriðja.   Ég þarf aðeins að skreppa sagði sú fjórða í fíkn, og þá er það upp talið.  Samt sakna ég góðu stundanna, bíð og vona, veit innst inni að þetta er einn stór hringur.  Fallegu stundirnar koma aftur,  haustið er hálfnað,  veturinn ef til vill langur en svo kemur það sem ég bíð eftir.  Á einum stað stendur:   „Legg mig sem innsiglishring við hjarta þér , sem innsiglishring við armlegg þinn.  Því elskan er sterk eins og dauðinn, ástríðan hörð eins og hel.  Blossar hennar eru eldblossar , logi hennar brennandi.  Mikið vatn getur ekki slökkt elskuna og árstraumar ekki drekkt henni.  Þótt einhver vildi gefa öll auðæfi húss síns fyrir elskuna þá mundu menn ekki gera annað en að fyrirlíta hann“.  „Í hvílu minni um nótt leitaði ég hennar sem sál mín elskar, ég leitaði hennar en fann hana ekki.“    Líklega verður þetta bara að vera svona.


Er ég beita?

Jæja, ég er kominn heim aftur.  Ég fór út að borða með vinnufélögum kl 19:30, borðaði góðan mat, tók við sms-um frá sumum um konur þarna sem eru á lausu en ég er kominn heim aftur kl 23:00.  Ég er bara ekkert duglegur í þessu.   Vil bara vera heima í kotinu og líklega fer ég ekkert á fjörurnar við konur svona almennt.   Ætli ég sé ekki bara beitan og bíð eftir að konur fari á fjörurnar við mig?  Hvað er eiginlega að mér?  Wink *hik*    Góða nótt.


Skortur á móðurímynd?

     Unglingurinn minn er með stöðugar áhyggjur af mér,  stundum það miklar að ég er með áhyggjur af honum.  þetta kemur reyndar fram í mikilli umhyggju sem oft endar með því að ég fer inn til hans, tek utan um hann og segi honum að vera ekki með svona miklar áhyggjur af gamla manninum því honum líði mjög vel.   Í gærkvöldi var hann með tveimur félögum sínum en var alltaf að koma fram og taka utan um mig,  „ertu ekki glaður pabbi minn“ ,  „líður þér nokkuð illa“ ,  „er eitthvað sem ég get gert fyrir þig?“,    „ertu nokkuð dapur“.......    Ég fæ áhyggjur af þessum ofur áhyggjum hans af mér því ég læt hann aldrei vita af mínum áhyggjum, er stöðugt að hvetja hann og leysa úr unglingavandamálum sem hann ber mikið undir mig og virðist ekki vera feiminn með neitt í þá áttina.   Ég er reyndar ekki þannig að það gusti í kringum mig,  rólegur, yfirvegaður og fagna á rólegu nótunum, stekk aldrei upp á nef mér og hef ekki heldur gert það gagnvart drengjunum mínum.  Hér eru hlutirnir ræddir við eldhúsborðið og niðurstaða fenginn í málið.  En af hverju er hann þá svona áhyggjufullur út af mér?  Meira að segja með kvennamálin sem tæplega er hægt að nota það orð um þegar þau eru ekki til staðar.   „Ætlarðu ekki að finna þér vinkonu pabbi“  hef ég fengið að heyra nokkrum sinnum.   Hann hefur líka verið hræddur um að ég deyi alveg frá því hann fattaði það dæmi og er enn að nefna það og um daginn sagði hann að hann vildi frekar deyja en missa mig.   Mér finnst þetta óhugnanlegar umræður en við spjöllum þó um þetta þegar hann nefnir þetta.    Þessi vinur er samt alls ekki þjáður að sjá af áhyggjum.  Hann er vinamargur, vinsæll,  mikið hringt í hann,  nýtur kvenhylli og er glaðvær og galsafenginn .  Alls ekki það að ég haldi að þessir hlutir geri hann hamingjusaman en ég er líklega að reyna að draga upp mynd af honum.   Stundum held ég að fullyrðingar mínar um það að betra sé að slíta sambúð og láta börnin ekki alast upp í óhamingju þótt rifrildi og læti séu ekki til staðar heldur en að slíta henni ekki..........  Ég er samt ekki viss um þetta í dag.   Ég veit ekkert um það hvort uppeldið sem hann fær frá mér sé nægjanlegt eða hvort skorturinn á móðurímyndinni þjaki þennan kút.  Ef til vill hefur uppeldið minna um þetta að segja heldur en við höldum og upplagið og sá andi sem honum er blásinn í brjóst  vegi þyngst.   Ég kenndi honum að biðja þegar hann var lítill kútur og fyrir nokkru sagði hann mér að hann bæði alltaf annað slagið þegar honum liði illa og  það hefði áhrif til hins betra.    Þegar ég var kútur man  ég efir því að samviskan var eitthvað sem fylgdi mér eins og heitur eldur og ég átti í glímu við  því samviskubit út af þessu og hinu var viðvörun um það hvort ég hafði breytt rétt eða rangt.   Þetta varð ég var við hjá Unglingnum strax á kútastiginu og  oft þurfti ég að fara yfir liðinn dag með honum til að finna það út hvað olli stingnum sem hann hafði í brjóstinu.  Það leystist alltaf og við sofnuðum vært.   Ef til vill erum við feðgar bara líkir og því er ég sannfærður um að hann sé góður strákur með sterka samvisku.


Það eru klárlega til ómyndarlegri karlmenn en ég........

     Þessi dagur var sko betri en síðustu tveir.   Eins og ég sagði áður þá er kosturinn við þá slæmu að við miðum þá við aðra betri og njótum þeirra góðu því betur.   Ég er búinn að fara á þrjár æfingar í vikunni, tvisvar í ljós og einu sinni í klippingu.   Líðanin er því talsvert betri og seiðandi djúpbláu augun og dökku augabrýnnar á brúnu andlitinu sem tóku á móti mér í baksýnisspegli bílsins míns fyrr í kvöld voru næg ástæða til að taka upp símann, stilla á myndatöku og smella af.   Það eru klárlega til ómyndarlegri karlmenn en ég þó ég muni ekki eftir neinum í augnablikinu.   Ég ætla að fara á æfingu alla helgina þrátt fyrir að þetta sé vinnuhelgi vitandi það að í næstu viku get ég verið verulega ánægður með mig.   Þá ætti ég að hafa nægan tíma því litli kúturinn fór til mömmu sinnar í dag og verður í viku.


Sexí rödd!

     Vinkona mín (lofuð) hringdi í mig í gær og spjallaði.  Ég heyrði ekki þegar hún setti símann á speaker og eftir talsverðan tíma sagði hún mér það og að systir hennar sem ég veit ekkert hver er hefði verið að hlusta.   „Henni finnst röddin í þér sexí“  sagði hún því næst og ég gat auðvitað ekki svarað neinu nema „er það já“.   Það náði ekkert lengra en mér skildist að systirin væri líka lofuð og þetta var ekkert rætt meira.  Í dag lét ég þetta fara rosalega í taugarnar á mér.   Ég fór á æfingu í morgun,  hvítur og ógeðslegur og var alls ekki að fíla mig.   Gekk þokkalega að æfa en var pirraður út af mér í hvert skipti sem mér brá fyrir í speglum alveg niður í búningsklefa og reyndar alveg inn í bíl í  baksýnisspegilinn.   Ég velti því fyrir mér í dag hvað í rassgati það skipti mig að vera með sexí rödd.   Það kemur mér svo sannarlega ekki í samband við konur nema það sé símastefnumót frá A til Ö en mér skilst að símastefnumótin byrji bara á símablaðri en endi með stefnumóti og þar væri ég klárlega ekki að virka.  Í arabaríkjum gæti ég klætt af mér ljótleikann því ég held að augun í mér séu þokkaleg og þá myndi röddin ein fá að njóta sín óháð öðru þannig að þar liggja möguleikarnir.   Grímuball jú þar kæmi ég sterkur inn en ef það endaði með því að menn sviptu sig búningunum eins og stundum er gert færi ég halloka.    Hvað get ég gert?   Allar hugmyndir eru vel þegnar.  Ég gæti unnið aukavinnu við símasvörun og kemur þá rauðatorgið fyrst upp í hugann en ég fyllist efasemdum um leið og ég skrifa rauðatorgið.

Ég reikna með að síðar í vikunni verði ég ögn ánægðari með sjálfan mig því þannig er það yfirleitt.   Ég er sem sagt ekki „Forljótur“ í marga daga í einu en þó reglulega og óvenju slæmur núna......allavega í huganum og þar verða allar þessar hugsanir til.   Ég held ég ætti að hætta að blogga því þetta er algjör steypa og að mestu leyti væl.


Líftryggingafélagið krafðist þess ekki........

 FitnessÉg fór á æfingu í morgun og þvílík gleði.   Trimmaði  í 40 mínútur, tók magaæfingar og pumpaði chestið og leið bara nokkuð vel á eftir.  Líklega bjargaði þetta deginum og ekki var verra að gamall kunningi í líkamsræktarbransanum gaf sig á tal við mig og spurði mig hvort það væri æft stíft þessa dagana.  Ég tók því þannig að honum fyndist að það hlyti að vera vegna þess hve vel útlítandi  ég væri en ekki vegna þess að hann teldi að læknirinn minn,  atvinnurekandinn eða líftryggingafélagið hefði krafist þess af mér  að ég gerði eitthvað í málunum.   Ég svaraði honum auðvitað sannleikanum samkvæmt að ég væri alltaf að reyna að koma mér í form en gengi illa og líklega þyrfti ég í endurhæfinu bæði hvað varðaði mataræðið og æfingaprógrammið.   Haldið þið að félaginn sem er vinsæll einkaþjálfari hafi ekki séð neyð félagans og boðist til að færa mér á morgun mataræðis prógramm og ef til vill æfingaprógramm líka.  Hann nefndi líka nokkur efni til að bæta í drykkjarbrúsann til að auka æfingaþrekið.   Mér veitti nú ekki af svona efni heima við bara til að koma mér á æfingu.   Þar liggur hundurinn oftast grafinn, en þegar inn er komið er eftirleikurinn oftast auðveldur. 

Ég var varla fyrr kominn heim til mín en unglingurinn laumaðist að mér og gaf mér selbita í hálsinn en það er merki um að hann vilji slagsmál.   Sú var tíðin að ég fór létt með svoleiðis og blés varla úr nös en í dag þarf ég að taka á honum stóra mínum og virkilega að hafa fyrir þessu þótt það sé enn þá þannig að unglingurinn endar undir og gamli maðurinn kófsveittur ofan á og á erfitt með að segja „ertu búinn að fá nóg smjörpungur“ .  Það er greinilegt að aldurinn segir til sín.    Unglingurinn á því láni að fagna að í föðurætt móður hans eru menn hávaxnir og þreknir og sýnist mér að drengurinn sæki þangað býsna marga þætti og verður bæði hávaxinn og þrekinn.   Eins gott því ef hann hefði sótt í ákveðin gen frá minni föðurætt hefði hann orðið lágvaxinn og renglulegur og virkilega þurft að hafa fyrir því að líta þokkalega út.   Svona er þessu misskipt.   Látum þetta duga í dag.


Næsta síða »

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband