Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Látlaus gleði

Ég datt inn á bloggið mitt snemma í morgun og rótaði það aðeins í gömlum færslum og hef reyndar gert það áður.  Mér datt í hug að endurvekja þær af og til en þegar ég les þær yfir langar mig ekkert sérstaklega til þess.  Einmanaleiki einkennir þær og ég sem er ekkert einmana.  Dapurleiki virðist alsráðandi og einhver tjáningarþörf sem mér finnst ég ekki hafa þessa dagana.  Mér þykir samt svo vænt um Júdas og veit að hann er stór hluti af mér og hefur verði það til margra ára.  Oft hef ég valið mér hann til að vera í forsvari fyrir mig og enn oftar hefur hann bara komið fram sjálfur með bresti sína og galla, svo ekki sé talað um tilhneiginguna sem einkennir hann svo mjög, tilhneigingin til að svipta sig „klæðum“ fullkomnunar og heilagleika og vera bara mannlegur.............eins og það sé það sem við viljum.  Sem betur fer kemur þetta ekki oft fyrir en glíman við hann í huganum getur verið löng og ströng og fátt sem kemur að gagni á meðan nema auðvitað rigning og samtöl við almættið.  Hafi einhverjum dottið í hug þunglyndi þá slæ ég á það því það er ekki málið, að minnsta kosti ekki sjúklegt en sjálfsóánægja væri þó nær lagi.  Einhver meðvitund um eigin ófullkomleika og þá tilhneigingu til að vera stöðugt að svíkja sjálfan sig og gefin loforð gagnvart sjálfum sér, flest reyndar ómerkileg og varla tilefni til að tala um þau. 

Loforð samt! 

Ungu konunni finnst ég reyndar vera fullkominn og er sannfærð um að ég geti bókstaflega allt og það sama er að segja um kútana mína svo ég ætti að vera ánægður og er það reyndar í látlausri gleði.

Sumarið var yndislegt og tímanum að mestu eytt úti á lóð.  Sameinuð fjölskylda naut lífsins í einfaldleika hversdagsins við blómarækt, trjárækt og grasrækt........því ekki veitti af að hressa uppá sjálfa grasflötina.  Þótt ég hafi búið hérna í mörg ár hafði ég vanrækt lóðina og því var þetta nauðsynlegt og kærkomið viðhald sem hún fékk í bland við kærleiksstrauma og ást.Haustið............rigningin..........það er best að eiga bara sér færslu um það. 

kv Júdas


Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband