Líta í kringum sig og bíða

     Júdas hefur komist að niðurstöðu enda verða allar bestu hugmyndirnar til áður en nokkur fer á fætur.  Eftir spjall við almættið og eintal við sjálfan sig komst hann að því að hann ætti að einbeita sér að kútnum, kútínunni og sjálfum sér.  Jafnvel hætta að finna ilminn um tíma, það væri best fyrir hann sjálfan.    Það er samt ekki víst að hann geti stigið það skref því þótt Júdas sé eigingjarn á það sem hann á og það sem hann fær, jafnvel að láni er hann ekki alslæmur.  Það að hann finni ilminn getur verið betra fyrir aðra en hann, betra fyrir Ungu konuna og ekki víst að hann vilji skemma þau lögmál sem þar ráða ríkjum.  En hann verður samt að hugsa um sjálfan sig.  Að bíða dag eftir dag og vorkenna sér, leggjast í tómt rúmið, hella upp á fyrir sjálfan sig, faðma loftið í kringum sig, þrá tálsýnir og gera sér vonir um eitthvað sem hann hefur ekki stjórn á getur aðeins gert hann dapran.  Hann er hættur að treysta, nema almættinu.  En það er ekki eins og hlutirnir séu skrifaðir í skýin, að minnsta kosti getur Júdas ekki lesið út úr neinu.  Hann getur ekki reitt sig á eigið hyggjuvit lengur og það vissi hann fyrir.  Það hefði verið betra að hún hefði farið fyrir fullt og allt, farið og sagst aldrei koma aftur farið og látið hann í friði en ekki sagst elska hann og að hún ætlaði að koma aftur heil, þegar henni hentaði. 

     Þetta blogg er farið að fara í taugarnar á mér.  Innan tómt væl, hring eftir hring og karlmennskunni vikið til hliðar.  Nú fer færslunum að fækka sem betur fer.  Júdas þarf samt að finna ilm og ætti því að rétta úr sér, líta í kringum sig og bíða.  Taka ákvörðun fyrir hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband