Færsluflokkur: Lífstíll
16.1.2008 | 23:00
Hann segist elska hana en hún er ekki tilbúin
Þessi dagur er á enda og það er gott. Ég fór nokkuð vel í gegnum hann og þrátt fyrir einbeittan vilja gat ég ekki staðið við neitt af því sem ég lagði upp með nema þá kannski það að vera órakaður eins og þýskur handakriki. Því miður brosti ég, gerði að gamni mínu, hreytti ekki leiðindum í neinn, bölsótaðist ekki einu sinni út í umferðina eða veðrið þótt mér hafi ekki líkað það. Er meira að segja ekki frá því að fólki hafi líkað vel við mig því ég var í því að hjálpa fólki í dag og endaði með sambands-og ástarráðgjöf og það er mér með öllu óskiljanlegt. Í mig hringdi vinkona sem búinn er að vera í sambandi við einstæðan föður í dálítinn tíma, búin að fara í sumarbústaðarferð með honum en nú vill hann fá eitthvað á móti, hún er á bremsunni og vill kannski ekkert meira segir hún. Hann segist elska hana en hún er öll bara dofin og vill ekki segja þessi stóru orð því hún veit ekki hvað hún vill. Hvað á ég að gera? spurði hún mig og kórónaði það svo með því að spyrja mig hvað ég myndi gera í þessari stöðu. Tjah, uuu, ég já. Hvað ég myndi gera? Ég veit það ekki. En þarna skrökvaði ég að henni því ég veit alveg upp á hár hvað ég myndi gera. Ég myndi hlaupa í burtu eins og óður væri. Hefði líklega aldrei hleypt þessu svona langt eða aldrei farið að stað í upphafi. En það gat ég ekki sagt við hana þótt hún viti svona nokkurn veginn hvernig ég er þá leitaði hún til mín. Ég spurði hana hve oft hún hefði lent í þessari aðstöðu á síðustu tveimur árum, hvort það væri ekki nokkrum sinnum og eftir smá umhugsum var þetta í fjórða eða fimmta skiptið sem einhver varð ástfanginn af henni og hún hörfaði. Ég held að vandamálið svo ég komi nú með smá ráðgjöf þótt haltur sé í þessum málum saman ber haltur leiðir blindan að við séum allaf að reyna að vekja upp ástina sem verður þó aldrei vakin fyrr en hún sjálf vill. Enda stendur í góðri ritningu Vekið ekki elskuna fyrr en hún sjálf vill.
Sjálfur hef ég reynt að vekja hana oftar en einu sinni og veit ekki í dag hvort ég hef raunverulega nokkurn tíman fundið hana. Eina breytingin sem ég finn hjá mér er sú að ég er hræddri við að koma mér í þetta klandur og því legg ég engar snörur, fer ekkert af stað, forðast þær aðstæður að einhver komi undan með brotið hjarta vegna þessarar tilfinningafötlunar sem ég held að ég glími við. Líklega er vinkonan núna á þessari stundu að segja vininum að hún vilji slíta þessu og sé ekki tilbúin í neinskonar skuldbindingar sem fylgja þessu. Hann dapur og hún vafalaust döpur yfir því að vera að ganga í gegnum þessar stanslausu endurtekningar og það nokkrum sinnum á ári.
Þá er nú betur heima setið, eða hvað?
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar