Hann sofnaði þegar hann átti að vaka !

     Er núna komið að tíma fyrirgefningar? Tíma auðmýktar og nýs upphafs?  Tíma uppgjörs og tíma afhjúpunar?  Tíma sannleikans?   Er hægt að fyrirgefa þeirri sem kom og hvarf?  Er hægt að ætlast til einhvers af þeirri sem var í raun aldrei til en kom þó og var?   Þeirri sem skildi eftir sig slóð sem enginn skildi og enginn vildi feta?  Er hægt að búast við einhverju öðru en því sem var áður en öllu var snúið við og upp varð niður og niður varð upp ?  Er hægt að búast við öðru en endurtekningum á fyrri misgjörðum? Er það augljósa ekki sú ástæða sem stingur Júdas meira en allt annað? 

     Hann sofnað á verðinum.   Hann sofnaði þegar hann átti að vaka.  Hann leit undan þegar hann átti að horfa,  hann leit upp þegar hann átti að horfa niður.  Hann sagði já þegar hann átti að segja nei.  Hann gleymdi þegar hann átti að muna.  Hann brást þegar hann átti að standa sterkur. 

     Var Unga konan ekki sú sem hann treysti?  Sú sem treysti á dómgreind hans, sem treysti á styrk hans, sem leitaði ásjár hans, sem sótti í yl hans?  Voru svik hans þá ekki meiri en svik hennar?  Hann var jú hann á meðan hún var ekki með.  Hann var á meðan hún hvarf.  Hann vissi og sá en horfði bara á……..  Þau töldu sig ætluð hvort fyrir annað en voru svo ef til vill bara fyrir einhverja aðra.

Allt hefur sinn tíma.

Er Júdas ekki bara sjálfum sér líkur og ber nafnið býsna vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband