26.3.2015 | 18:13
Í dag er samt ekki tími værðar
Það var eitthvað ljúft við þennan dag þótt hann færi höktandi af stað. Kútínan grátandi út af öllu og hékk um hálsinn á Júdasi í leikskólanum eins og venjulega. Kúturinn fór snemma á fætur eins og gamli maðurinn og talaði út í eitt. Júdasi fannst hann finna ilminn og hjarta hans fann til tilhlökkunar og gleði sem hefur vantað síðustu vikur. Að minnsta kosti þessa stundina. Kannski vegna þess að símtölum við Ungu konuna fjölgar og fullvissan um ást hennar eykst með degi hverjum. Er á meðan er. Júdas hefur oft sagt það að þótt hann ætti ekki eftir að hafa þessa fallegu ungu konu sér við hlið alla ævi yrði hann þakklátur almættinu fyrir þær stundir sem hann fengi með henni og myndi njóta þeirra til fulls. Þetta voru þó orðin tóm og þegar kveðjustundin virtist komin var hann aldeilis ekki tilbúinn til að sleppa. Júdas trúði því ekki að þetta væri tíminn, hann trúði því ekki að stundin væri kominn. Harður Júdas varð sem leir og gæti hann grátið hefði þetta verið tíminn. Örvæntingin gaf honum þó kraft. Drottinn gaf og drottinn tók hljómaði samt í huga hans en þetta gat ekki verið tíminn. Hún gekk út í myrkrið og varð sú sem hún hræddist.
Í dag er samt ekki tími værðar. Í dag er tími þakklætis og tími eftirvæntingar. Allavega þessar klukkustundirnar þar til sársaukinn og söknuðurinn taka yfir. Það er þó ekki víst því vegir almættisins eru jú órannsakanlegir og orð hans virðast streyma til Júdasar endalaust og alla daga til huggunar og áminningar.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
tilfinningar
-
tolliagustar
-
lindalea
-
kisabella
-
siggasin
-
saxi
-
svavaralfred
-
ein
-
gisgis
-
totally
-
mofi
-
vilborgo
-
rebby
-
scorpio
-
gurrihar
-
erla1001
-
stormsker
-
aslaugh
-
jensgud
-
eggmann
-
blossom
-
gretaulfs
-
limran
-
malacai
-
arabina
-
toshiki
-
gurkan
-
gelin
-
asarich
-
kona
-
neytendatalsmadur
-
myndamen
-
brandarar
-
little-miss-silly
-
rose
-
hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.