Ég geri hvað sem er......

     Júdas gerði það fyrir hana.  Hann kom og þau sátu tvö fyrir framan þau.  Spurningar, vangaveltur, skoðanir, svör.  Júdasi fannst þetta óþægilegt en sannleikurinn lá samt í loftinu.  Hann var einlægur, öruggur en kannski alltaf jafn þrjóskur og staðfastur í því að hans leiðir séu réttu leiðirnar.  Þannig er Júdas,  þannig kemst hann af og þannig telur hann sig vernda fjölskylduna.  En sú hugsun læðist samt að honum hvort hann kúgi hana eða taki ákvarðanir fyrir hana í skjóli verndar eða eigin réttsýni.   Getur verið að Júdas sé á rangri braut og til séu leiðir sem séu greiðfærari og ljúfari í átt að frelsi og hamingju.  Hann taldi sig hamingjusaman, lífsglaðan, elskaðan, saddan þar til örvæntingin hélt innreið sína. 

     Unga konan sagðist elska hann og svo sem ekki í fyrsta skipi,   „Þú verður að trúa því, ég vil bara ekki koma fyrr en ég hef sigrað“.   Hún er svo falleg,  hún var svo góð.  Hvað gerðist ?  Verður einsemdin lengri, verða þær stundir þar sem gengið er um gólf áhyggjufullur og dapur mikið lengri ?  Það virðist vera.  En ef hún kæmist nú að því þegar djúpt í hugarfylgsnin er kafað að þessi gamli maður væri ekki sá rétti.   Að hann væri haldreipi og tilkominn út af eigin vanlíðan en ekki sá rétti…….Það óttast Júdas.

     Einn daginn glaður og fullur bjartsýni, hinn daginn dapur og söknuðurinn allsráðandi. Jafnvel hvoru tveggja sama daginn. 

     Júdas taldi sig hafa elskað áður en líklega hafði hann aldrei gert það. Birtingamyndir væntumþykju geta verið margslungnar.   Unga konan átti hjarta hans enn eftir öll þessi ár. 

Guð, ég elska hana eina,  taktu hana ekki frá mér……ég gerið hvað sem er!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband