Vor með henni

     Þetta var dagurinn.  Dagurinn sem Júdas vissi en hélt ekki, dagurinn sem hann sá það og heyrði að Unga konan var hans og hún var á leiðinni til hans aftur.  Hún elskaði hann.  Hún talaði um ókomið sumarið, fallegu fjölskylduna sína og einhvern myndarlegan gamlan mann sem hún ætlaði að eiga margar fallegar stundir með.  Við þurfum að gifta okkur sagði hún og í augum hennar var greinilegt að hún meinti það og einnig að hún var hún……..en ekki hin. 

     Ég fer að koma sagði hún og Júdas trúir því.  Getur verið að örvæntingin sé búin og allar slæmar tilfinningar hafi kvatt hann á þessu augnabliki?  Geta hversdagslegir hlutir nú aftur farið að gleðja Júdas, rigningin, fuglasöngurinn, kaffiilmurinn og þögnin?

     Svartur febrúar og grár mars tilheyra nú fortíðinni og eru farnir að hverfa úr minningunni.  Einn dag í einu, sagði hún en talar samt um sumarið og framtíðina.  Hún var svo falleg og hún var svo mikið hún sjálf en djúpt í augum hennar var samt neisti sem Júdas hafði ekki séð áður.  Og svo talaði hún öðruvísi. Var raunsærri, dýpri, ljóðrænni, meðvitaðri.  Meðvitaðri um mátt sinn og veikleika og þá fullkomnun sem það mun leiða af sér því mátturinn fullkomnast í veikleika.

Það er vor í vændum, vor með börnunum og vor með Ungu konunni. Vor með henni......sem ilmar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband