Brotinn bolli.

Brotinn bolliÉg velti því fyrir mér í morgun hvort það væri yfir höfuð eitthvað sem ég gæti bloggað um varðandi sjálfan mig og var kominn á þá skoðun að það væri ekki.  Líf mitt er einfalt og uppákomulaust og þannig hefur það verið alla tíð.  Meira að segja sambúðaslit á 4-10 ára fresti virðast litlu raska fyrir utan örlítinn dapurleika sem fjarar út á nokkrum vikum.  Ég lít á það sem blessun hversu mikið logn hefur verið í kringum mig alla tíð, sjúkdómar, dauðsföll og slys verið fjærri og þótt happdrættis og lottóinningar, fjúkandi fimmþúsundkallar og óvæntur arfur hafi ekki heldur borið á fjörur mínar er það samt blessun því mig hefur ekki skort neitt. En núna kemur það.   Það gerðist nefnilega hjá mér í morgun að það brotnaði kaffibolli og það enginn venjulegur bolli.  Ég er nefnilega haldinn þeirri firru að geta ekki drukkið kaffi úr hvaða bolla sem er þó að  ég láti mig stundum hafa það utan heimilis og á aðeins eða átti tvo bolla af réttri stærð úr gömlu setti sem móðir mín átti en það var einmitt annar þeirra sem datt í gólfið hjá mér áðan og fór í tuttugu teljanlega mola.  Mig grunaði þetta ekki í morgun þegar ég vaknaði að svona skelfilegir hlutir myndu gerast og það í eldhúsinu hjá mér.  Bollar þessir eru 60 mm háir með 62 mm þvermáli,  35 mm háu haldi sem gengur 25 mm út frá bollanum í 15-50 mm hæð.    Fullkomnunin er algjör og vaflaust margar lélegar eftirlíkingar í gangi á markaðnum en engin þeirra sem ég hef þreifað á nær þessu.  Og nú er bara einn slíkur eftir og spurning um að festa á hann púða eða plussleggja eldhúsgólfið til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig.   Hryggð mín er þó ekki algjör en vekur upp spurningar um það hvernig ég eigi að taka á þessu.   Jæja, þetta er gott í bili og ég bíð spenntur eftir næstu uppákomu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband