Óregla er ekki til bóta

Jæja.  Þá er kominn tími og ró til að setja eitthvað á bloggið.  Ég hef ekki haft eirð í mér eða getu til að gera það því einhvern veginn var svo margt í ólestri hjá mér.  Eftir stress vikur og talsverðar áhyggjur af einhverju sem ég vissi ekkert hvað gat verið, þreytu og andleysi fattaði ég nokkra lykil punkta sem koma mér alltaf jafn mikið á óvart.  Sérstaklega kemur það mér á óvart að ég skuli ekki fatta það fyrr og láta það gerast.   Ég var hættur að borða,  hafði ekki æft í nokkrar vikur,  borðaði súkkulaði eins og mér væri borgað fyrir það og kaffidrykkjan orðin svakaleg.  Ein kanna fyrir kl 8 og önnur uppáhelling minni til að taka með í bílinn og svona hélt þetta áfram til miðnættis.   Ég sofna samt alltaf strax en var farinn að glað-vakna kl 04:30 á morgnana.   Þetta gerist c.a fjórum sinnum á ári og ég læt þetta koma að mér eins og þjófur að nóttu, fatta ekkert, og held að ég sé að verða þunglyndur.   Einn morguninn fannst mér nóg komið og ég dró fram blóðþrýstingsmælinn og viti menn.   Allt of hár.  Ég slökkti á kaffikönnunni,  tók fram hafragrautspottinn og setti í æfingatöskuna.    Nú skyldi blaðinu snúið við í hvelli.   Eftir nokkra daga tók vellíðan og öryggiskennd aftur völdin.   Kaffi er samt besti drykkur í heimi og ég  ætla sko ekki að hætta kaffidrykkju en bollar í tugatali á dag með stressi og æfingaleysi eru ekki til bóta.  En nú er þessu ferli snúið við og allt orðið betra.  Miðað við að þetta gerist fjórum sinnum á ári ætti þetta að gerast næst í janúar en ég reikna nú frekar með því í kringum jól.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 48796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband