11.10.2007 | 00:14
Óþarfa áhyggjur
Furðulegur dagur í gær. Ég vaknaði kl 05:30 því í mér var eitthvert stress og etv áhyggjur en þegar svoleiðis er upp á teningnum minnka ég kaffidrykkju og geri allt sem ég get til að finna út hvað það er sem veldur. Skulda ég einhverjum eitthvað?, hef ég sagt eitthvað særandi við einhvern?, hef ég gert einhverjum eitthvað ? Er ég latur í vinnunni? eða heima fyrir ? Er ég að sinna strákunum mínum illa? eru sígildar vangaveltur sem ég fer yfir í huganum til að komast að hinu sanna. Ókominn einkunn sem ég er búinn að bíða eftir lengi úr prófi sem mér gekk svo skelfilega í og var langt undir getu í gæti verið hluti af þessu. Verkefni sem ég á að skila í kvöld er jafnvel hluti af þessu og fundarröð í vinnunni sem ég þarf að vera á í dag ca 3 eða 4 etv líka. Nú svo sakna ég litla kútsins míns sem hefur það svo frábært hjá elsku mömmu sinni þessa dagana. Margt af þessu leystist á farsælan hátt þegar líða tók á daginn og áhyggjurnar greinilega óþarfar eins og þær eru yfirleitt þegar þær koma. Fundirnir gengu frábærlega, verkefnaskilin duttu í loftið kl 22:30 og loksins kom einkunnin sem hafði mestar áhyggjur af og hljóðaði upp á heilar 8,0. Amen fyrir því. Ekki datt mér þetta í hug og naga mig nú í handarbökin fyrir að hafa ekki verið yfirvegaðri og rólegri í prófinu og gengið betur. Ferlega er maður furðulegur. Skildi það vera þess vegna sem ég bý einn með kútunum? Ætti ég að stækka forstofuna? Jæja , nóg í bili.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með góðan árangur ! Það kemur fyrir besta fólk að vakna með áhyggjur út af engu og þá notar maður bara rassvasasálfræðina eins og þú gerir Forstofan sjálf skiptir ekki öllu máli, það eru móttökurnar fyrir innan hana sem gilda
Jónína Dúadóttir, 11.10.2007 kl. 06:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.