"Hvað hefurðu sofið hjá mörgum konum pabbi"

Eldri kúturinn minn sem er reyndar unglingur svaf ekki heima í nótt en það má telja það á fingrum annarrar handa þau skipti sem hann hefur gist annars staðar.   Hann ætlaði út af skólafríi að gista hjá vinkonu sinni sem býr í næstu götu og hefur mikið verið hérna hjá okkur í heimsókn.   Þegar hann kvaddi mið í gærkvöldi var hann samt ekki viss um að hann gæti sofnað þarna og því kæmi hann ef til vill heim aftur.   Í morgun þegar ég vaknaði var ég einn í hreiðrinu en mér létti þegar ég sá að tannburstinn hans var ekki í glasinu.   Hann tók hann greinilega með svo ég reiknaði með því að þetta hefði verið í góðu lagi.   Hann fær bílpróf í febrúar og hormónastarfsemin og radarinn á fullu.

Um daginn leit hann inn í eldhús þar sem ég sat með tölvuna á eldhúsborðinu og sagði við þreyttan gamlan föður sinn.  „Pabbi.......“hvað hefurðu sofið hjá mörgum konum ? „  Púff hvað mér brá við þessa spurningu en leit rólegur og yfirvegaður á félagann sem stóð glottandi í dyragættinni eins og hann ætti heiminn.  „Finnst þér líklegt að ég fari að segja þér það?“   „ af hverju ekki? skammastu þín fyrir það hvað þær eru fáar?“  sagði hann hróðugur og greinilegt að það var farið að hall á mig.  „Eru þær færri en sextán?“ hélt hann áfram og nú gekk hann alveg fram af mér.  Gat það verið að svona ungur maður væri búinn að leggjast með sextán stelpum? Og hann aðeins sextán ára?  Hvað er í gangi?  Ég snéri nú vörn aðeins í sókn og spurði hann hvort hann væri búinn að sofa hjá sextán stelpum og hann játti því.    Heldurðu vinur að ég pabbi þinn fertugur sé það ekki búinn að leggjast með fleiri konum en þú sextán ára?“     „hehehe, miðað við hvað þú vinnur mikið og situr mikið einn hérna geta þær nú ekki verið margar“ sagði hann og lét sig hverfa sem betur fer því ég velti því lengi fyrir mér á eftir hvort mér væri vorkunn eða ekki úr því drengnum fannst líf mitt svona einfalt og einmanalegt.   Er þetta ísland unglinganna í dag?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

 Þau eru yndisleg þegar þau taka sig til

Jónína Dúadóttir, 11.10.2007 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband