Slæmu dagarnir hafa góðan kost

     Ég er búinn að vera eitthvað svo ómögulegur í dag.   Engu áorkað og andlaus.  Annað hvort aldurinn að segja til sín eða bara ræfillinn.   Ætlaði á æfingu en fór ekki,  lærði reyndar svolítið en alls ekki nóg.   Þvoði tvær vélar en braut ekki saman.  Sjaldan verið jafn óánægður með mig.   Ég verð að fara að taka kúvendingu í líkamsræktarmálum ef þetta á ekki að enda illa.  Núll til tvisvar í viku eins og þetta hefur verið síðustu vikur er ekki að gera sig  .   Ég lék mér þó við kútinn og við fórum á rúntinn og tókum unglinginn með.  Komumst að því að kúturinn sem ummaði í mislágum tónum væri að fara með einhverskona indíánaþulur en erfitt var að fá hann til að hætta því.  Hefði getað gert hvern mann brjálaðan en við eldri feðgar ákváðum að hækka svolítið í útvarpinu og leyfa kútnum að söngla. 

Slæmu dagarnir hafa þó góðan kost og eru því í raun góðir dagar.   Þeir skapa viðmiðin sem við notum þegar við gefum góðu dögunum einkunnir og ef þeir slæmu væru ekki til staðar væru þeir góðu það ekki heldur.   Þeir bara væru..................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband