Hvað er þetta með ungar konur í dag?

     Hvað er þetta með ungar konur í dag?  Hvar eru vergjarnar eldri konur,  til dæmis konur á mínum aldri?   Nú er ung kona farin að herja á mig með sms-um, msn-um, mailum og hringingum.  Þetta er falleg og góð ung kona það vanta ekki þótt mér finnist maðurinn hennar ekkert sérstaklega myndarlegur en það er ekkert að angra mig.   Þetta er önnur unga konan sem eltir mig þennan hátt og þótt þetta hossi hégómanum og auðvitað alltaf gott að einhverjum öðrum en mömmu finnist ég glæsilegur vil ég hafa eldir konur á eftir mér.   Konur milli þrítugs og fertugs eru kjöraldurshópur í eltingaleik af þessu tagi og gæfi ég mikið fyrir eltingaleikfélaga í þeim aldurshópi.  Ég auglýsi hér með eftir honum, eða, æi ég veit það ekki.  Þetta hljómar ferlega einkamálaauglýsingalegt en ég læt þetta standa.   Svona ungar konur sem eiga allt lífið framundan eiga það skilið að upplifa alla þessa yndislegu hluti sem gefa lífinu gildi með mönnum á þeirra aldri.   Annars er þetta bara eins og að fara í bíó með einhverjum sem er búinn að sjá myndina í fjórða eða fimmta skipti.  Það vekur engin hughrif lengur og engin atriði sem fá mann til að kippast rosalega við eða hvað?   Öllu tekið með jafnaðargeði og handan við hornið eru hversdagslegir hlutir, alls ekki slæmir nú eða leiðinlegir heldur bara hversdagslegir.   Ég er ekki að segja að lífið sé ekki skemmtilegt á þessum aldri heldur er bara jafnaðargeðið allsráðandi.   Ég bjó „óvart“ með ungri konu í nokkur ár og þótt það væri fallegur tími að mörgu leyti var vitneskjan um að þetta væri bara tímabundið alltaf í undirmeðvitundinni og að hún ætti skilið einhvern sem segði „vá“ á sama tíma.  Samt var það hún sem lagði snöruna,  elti, sms-aði grimmt og herti að.  Best að passa sig á þessari gryfju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er svo gott að fá annað slagið, smákitl í hégómagirndina, þó að það geti samt orðið ofurlítið vandræðalegt.......

Jónína Dúadóttir, 26.10.2007 kl. 20:03

2 Smámynd: Fiðrildi

:O . . omg . . þú auglýsir eftir eldri konum og tilgreinir svo á milli 30 og 40.  Ég sem er alveg að slá í seinni töluna hélt að ég væri ung :(

Fiðrildi, 27.10.2007 kl. 01:20

3 Smámynd: Júdas

Úps, fyrirgefðu.  Ég var sko að  meina konur "eldri en" en ekki "eldri" konur.   Konur á þessum aldri sem ég tilgreini eru auðvitað ekki deginum eldri en þær vilja sjálfar og þú gott dæmi um það.  Ég gat ekki annað en brosað um daginn þegar þú öfundaðir mig af örfáum sms-um við borðhald vafalaust grunlaus um það sem síðar dundi yfir þig.   Þetta er ekkert nema bænheyrsla Arna.  

Júdas, 27.10.2007 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband