Virkradagamæður.

     Ég játa það að þessi dagur var ekki eins fullkominn og gærdagurinn.  Það var ekki farið í Ikea og ekki í Laugar, en við fórum aftur á Mc Donalds.    Einhvern tíman heyrði ég að þessi tiltekni hamborgarastaður væri mesti helgarpabbastaður á íslandi og því fannst mér ekkert sérstaklega gott að fara þarna inn.  Ég vil ekki að menn og konur líti á mig og haldi að ég sé helgarpabbi eða réttara sagt bara pabbi um helgar því mér finnst það niðurlægjandi og orðið eitt og sér er það pottþétt.  Orðið er klárlega búið til af barnsmæðrum því allir þessir umræddu helgarpabbar eru pabbar alla daga þótt þeir séu bara með börnin um helgar og margir bara aðra hverja helgi.    Vafalaust kemur margt til en ég held þó að þverar og leiðinlegar,  eigingjarnar og sjálfselskar barnsmæður, gætum nefnt þær virkradagamæður, eigi þar hlut að máli.   Ég hvet því menn til að samþykkja ekkert annað en sameiginlegt forræði þegar sambúðarslit eða skilnaðir koma til og leggja allt í sölurnar fyrir það.  Ég er ekki frá því að farið sé að bara á örlitlu en bara örlitli kvenhatri hjá mér en samkvæmt eigin útreikningum ætti því að vara lokið upp úr miðjum febrúar og biðst ég afsökunar á því.   Konur virka bara stundum eins og þær séu dætur djöfulsins í samskiptum við okkur sveigjanlega og ljúfa karlmennina.   Úr því ég fór þarna inn tvo daga í röð velti ég því fyrir mér hvort helgarmæður færu líks á þennan stað  en eftir seinni ferðina sýnist mér þetta aðallega vera pör og pólverjar. Athyglin sem við feðgar fengum í dag var engin frá konum en fimm manna hópur af pólverjum hafði gaman af kútnum sem naut athyglinnar í botn.   Lítið á því að græða og ég reikna ekki með að fara þangað í bráð.  

     Unglingurinn kemur heim á eftir og búinn að vera í tvo sólarhringa í burtu, ég búinn að hringja þrisvar og hann fjórum sinnum.   Það er bara svo tómlegt án hans.  „Pabbi hvar Feðgarnirætlar þú að vera ef ég fer út á land um Jólin? „   Vertu ekki með áhyggjur af því vinur.  Þú ferð til mömmu þegar þig langar til.  „Ég verð bara hjá þér, það er varla hægt að skilja þig eftir einan því þú ert svo ruglaður“  .   Þá vitum við það.  Honum fannst ég eitthvað tregur þarna um morguninn þegar ég keyrði hann á völlinn.  En hann kemur samsagt til okkar á eftir og þá erum við feðgar sameinaðir á ný. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fiðrildi

Athyglisvert og nokkuð sem ég hef aldrei hugsað út í enda aldrei frí hjá mér. 

Fiðrildi, 28.10.2007 kl. 21:09

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég er svona "af og til" amma og þá fer ég með litlu prinsessuna mína í Rúmfatalagerinn, af því að mér finnst það svo gaman Stórskemmtilegur unglingur sem þú átt þarna

Jónína Dúadóttir, 29.10.2007 kl. 06:20

3 Smámynd: Júdas

Hann er voðalega góður við mig strákurinn, en þegar ég vaknaði í morgun var ég með skelfilegan móral yfir fyrirsögninni og öðrum ljótum orðum í þessu bloggi mínu í gær.   Ég bið ykkur að fyrirgefa mér það.   Ég legg það ekki í vana minn að blóta og bölva og þegar ég fór að losa svefn fyrir kl sex í morgun var ég ákvðinn í því að breyta þessu.  Ég reikna með því að gera það í dag.

Júdas, 29.10.2007 kl. 07:44

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þér er fyrirgefið og þú ert jafnframt beðinn um að hafa það í huga, að það þurfa allir alltaf, að blása af og til

Jónína Dúadóttir, 29.10.2007 kl. 09:10

5 Smámynd: Fiðrildi

 . . aldrei að breyta . . bara bæta!

Fiðrildi, 29.10.2007 kl. 10:08

6 identicon

Til hvers að ómaka sig við sameiginlegt forræði? Það breytir engu Júdas. Forréttindi kvenna eru bundin í lög hvað þetta varðar og þær geta alltaf farið í forræðismál og fengið forræðið til sín. Reynslan sýnir að forræðismál eru ekkert minna en ógeðsleg og í stað þess að bera hönd fyrir höfuð sér er betra að byrja á að tapa í illdeilum við konur um börn - það sparar bara blóð.

Umgengni feðra við börn sín er ávallt háð samþykki móður og hún þarf ekki meira en að vera ósátt við skilnaðinn til að hafa hugsanlegan áhuga á að hafa þau mannréttindi af manni og barni.

En hey! ... takk fyrir að skrifa um reynslu þína. Ef karlmenn teldu sig almennt hafa félagslegt umboð til að tala um líðan sína þá væri þetta óréttlæti kannski ekki við lýði.

Gunnar 

Gunnar (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 00:40

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Karlmenn þurfa ekkert félagslegt umboð til að tala um reynslu sína, þeir verða bara að gera meira af því. Þegar ég skildi við fyrri manninn minn og föður barnanna minna, þá vildi ég að við hefðum sameiginlegt forræði, en hann kærði sig ekkert um það...

Jónína Dúadóttir, 1.11.2007 kl. 07:16

8 identicon

Takk fyrir þitt innlegg Jónína.

Ég er sammála þér að karlar verða að tala meira um reynslu sína en ég er ósammála þér að karlmenn þurfi ekki "félagslegt umboð" til að ræða reynslu sína. Bæði konur og karlar þurfa slíkt umboð og samfélagið setur öllum hópum mörk og það er misjafnt eftir tíðaranda og menningarheimum hvað telst eðlilegt og hvað ekki og þar með hvað er viðurkennt. Við þurfum ekkert að fara í grafgötur með það að karlmenn hafa ekki félagslegt umboð til að vera "heimavinnandi húsfeður" svona svo dæmi sé tekið. Konur hafa útvíkkað sitt félagslega umboð til nær allra þátta samfara árangursríkri kvennabaráttu síðustu áratuga en karlmenn hafa að mestu leyti setið eftir og staða þeirra reyndar versnað verulega á sumum sviðum.

Nú vil ég alls ekki að þú takir mér eins og ég sé að tjá mig um mál þitt og þíns barnsföður enda veit ég ekkert um ykkar hagi en ég fullyrði að stórt hlutfall þeirra einstæðu karla sem taka ekki þátt í uppeldi barna sinna gera það ekki vegna þess að þeir sjá að það er skynsamlegur valkostur að "gefa leikinn". Snar þáttur í karlmennsku er að gera sér grein fyrir hvaða keppni á að taka þátt í og hverri ekki. Áður en ég varð faðir var ég dómharður gagnvart öllum "skítalöbbunum" sem ég heyrðu sögur af sem sinntu ekki börnum sínum eða hurfu úr lífi þeirra við skilnað. Eftir að hafa upplifað það sjálfur hef ég hinsvegar öðlast betri skilning á högum þeirra. Þeir sjá vel að staða þeirra er engin, þeir sjá vel að konan hefur allt að segja um hvernig fyrirkomulag samskiptanna verður, þeir sjá vel að samfélagið ætlar þeim að borga brúsann en konunni að njóta ávaxtanna. Þeir sjá líka vel að eftir því sem tengslin við börnin verða sterkari því varnarlausari verða þeir gegn mögulegum kúgunaraðgerðum barnsmæðra sinna.

Þegar ég eignaðist barn með konu sem ég átti í örstuttu sambandi við sá ég þetta alltsaman. Ég treysti henni ekki og innsæi mitt sagði mér að hún hefði dregið mig inn í leikrit sem hún var löngu búin að skrifa handritið að. Innsæi mitt sagði mér lika að hún ætlaði að beita öllum brögðum til að kúa út úr mér fé til að standa straum af ekki bara framfærslu barnsins heldur hennar líka. Það kom líka á daginn - ég átti að leysa öll hennar mál af því að hún var svo mikil hetja að ganga með og ala barnið "okkar".

Upplifun mín var nákvæmlega þessi: Ég upplfiði ríkar skyldur til barnsins en um leið óttaðist að um leið og ég tengdist barninu þá yrðu þau tengsl aðeins notuð gegn mér. Ég óttaðist líka að einn daginn yrði ég sviptur umgengni alfarið eins og konur geta svo vel ef þeim sýnist. Ég tók sénsinn og stofnaði til tengsla við barnið. Fyrstu tvö árin eru í minningu minni fátt annað en endalausar leiðindauppákomur við barnsmóðurina en svo sjatnaði ástandið sem betur fer og er nú í góðum farvegi. Verður það þannig á morgun?

Ég veit það ekki.

Gunnar 

Gunnar (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 20:55

9 Smámynd: Júdas

Takk fyrir athugasemdina  Gunnar.  Ég veit að þetta eru dapurlegar staðreyndir sem þú nefnir og þótt ég hafi ekki orðið fyrir þessu þekki ég dæmin.   Mér finnst ég stundum dómharður þegar ég ræði þetta eða skrifa en þess á milli er ég sannfærður um að svo er ekki .

Þú ert undantekningin Jónína sem sannar regluna í þessu það er ég viss um.

Júdas, 1.11.2007 kl. 20:58

10 Smámynd: Júdas

Takk aftur Gunnar fyrir seinni hlutann.  Hann kom inn á meðan ég var að setja þann fyrri.   Ég er rosalega sammála þér í þessu og þetta er akkúrat það sem ég sé og heyri um í kringum mig.  Nákvæmlega þetta.  Stundum held ég eða vona að þetta sé ómeðvitað hjá þessum konum (takið eftir því að ég segi "þessum konum") en samt sem áður þarf að koma í veg fyrir þessa eigingjörnu hegðun sem er alls óskyld umhyggju og réttindabaráttu móður í umboði barns síns.    Ég vil bæta því við að mikið er talað um móðurást og hún sett á tilfinningalegan stall yfir allar aðrar tilfinningar en Guð minn góður,  alltaf gleymist að tala um föðurást sem gæti þess vegna verið miklu sterkari, en við getum bara ekki mælt þetta.

Júdas, 1.11.2007 kl. 21:13

11 identicon

Sæll Júdas,

Nei þakka þér ....

Ég held að það verði aldrei hægt að koma í veg fyrir að fólk hegði sér með eigingjörnum hætti. Rétt er að undirstrika, eins og þú gerir, að ekki er verið að tala um "allar konur". Við getum hinsvegar ekki horft fram hjá því að til eru slæmar konur alveg eins og það eru til slæmir menn. Vandamálið er bara það að slæmar konur hafa gallað kerfi til að nota gegn fórnarlömbum sínum. Óheiðarlegar barnsmæður væru ekkert vandamál ef kynin stæðu jöfn frammi fyrir lögum.

Ég er líka sammála þér með það að móðirin er á stalli í íslensku samfélagi. Þetta er afleggjari af gömlum staðalímyndum um að konan séu á einhvern hátt betri og tilfinninganæmari en karlinn og þar með hæfari uppalandi - sem er rangt.

Mín skoðun er að kynin elska börnin sín á mjög ólíkan hátt en hvort tveggja er börnum mikilvægt fyrir eðlilegan þroska. Ég sé t.d. mikið af mæðrum í kringum mig svipta börnin sín þeim sjálfsögðu mannréttindum að fá að reka sig á. Þá á ég við að hlaupa óeðliega mikið undir bagga með börnum þegar þau ættu að vera að þroskast í gegnum eðlilegt mótlæti. Án þess að ég hafi vísindalegar sannanir fyrir þessu þá sýnist mér þetta vera meiri tilhneyging hjá konum en körlum. 

Þegar ég komst til meðvitundar um mæðraveldið fannst mér ég oft dómharður líka. Ég hef komist að því í seinni tíð að sú tilfinning byggði á úrelltum hugmyndum mínum um mig í "verndarahlutverki" sem eru náttúrulega bara steinaldarhugmynd um karlmennsku. Við lifum í samfélagi velferðar og jafnréttis (circa), konur vinna úti eins og karlar og það er bara ekki mitt hlutverk að vinna lungann úr deginum fyrir konur. Hvorki mína núverandi, né fyrrverandi (sem jafnvel búa með öðrum framfleytanda). Þær eru fullfærar um það sjálfar, þessar elskur.

Gunnar 

Ps. sástu dómsúrskurðinn um manninn sem var dæmdur til að borga fjórfallt meðlag með einu barni til 18 ára aldurs? Ef það sýnir okkur ekki að við erum ekki boðnir til veislunnar nema að hafa veskið með þá veit ég ekki hvað þetta sýnir okkur. 

Gunnar (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 23:57

12 Smámynd: Júdas

Ég verð að játa því að mér finnst fjórfalt meðlag rosalega mikið.  Líklega hefur það þó verið gert í samræmi við tekjur viðkomandi en mér finnst að það eigi að standa öðruvísi að því.   Mér finnst að móðirin eigi ekki að fá alla þessa peninga í hendurnar heldur eigi stór hluti af þessu að fara í sjóð, td menntasjóð í nafni barnsins og reikningurinn bundin til 17 ára aldurs. Jafnvel að hafa fjárgæslumann annan en móður eða föður.   Aðalatriðið er að þetta nýtis barninu í eitthvað annað en augnabliks bruðl.

Júdas, 2.11.2007 kl. 19:37

13 identicon

Að mínu mati geta tekjur viðkomandi föður aldrei réttlætt það að hann greiði fjórfallt meðlag. Ef við bætum við 5 milljóna króna eingreiðslu sem þessi herramaður greiddi konunni við sambúðarslit (eftir mjög stutta sambúð) og þessum venjulegu styrkjum sem einstæðar mæður fá er frökenin að landa tæpum 120 þúsund krónum á mánuði.

Það er langt yfir því sem kostar að framfleyta barni þannig að lunginn af upphæðinni fer í hana sjálfa og gagnast barninu ekki neitt. Með þessu áframhaldi verða barneignir bara munaður vel stæðra manna og vel má sjá fyrir sér að ungar og ómenntaðar konur fari í auknum mæli að næla sér í sæði vel stæðra manna í þeim tilgangi að féfletta þá með aðstoð rikisins.

Þess má geta að hún var einmitt svo lekker að svipta hann sameiginlega forræðinu, svona í leiðinni - sómakona hér á ferðinni.

Ég segi bara fyrir mig að hvaða kona sem er verður frekar "scary" í þessu ó-lagaumhverfi. 

Gunnar 

Gunnar (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband