3.11.2007 | 21:05
Ég er ekki pung-gella!
Ég græddi einn dag til með kútnum mínum því móðir hans bað mig um að vera með hann nótt í viðbót einhverra hluta vegna. Þegar ég vaknaði í morgun kl 6 fullur af orku byrjaði ég á því að hella mér í þvottahauginn og braut saman þvott eins og óður maður en þetta er það heimilisverk sem ég fer alltaf síðast í og hef oft velt því fyrir mér hvort ég eigi að fá einhverja væna konu til að gera þetta fyrir mig tvisvar í viku gegn greiðslu. Ég er samt nokkuð góður í þessu þótt ég segi sjálfur frá og er með óteljandi sérviskutakta með samanbrot á bolum og skyrtum en það er þó eitthvað sem þessi kona gæti auðveldlega sett sig inn í. Þegar kúturinn vaknaði svo um sjö leytið var ég búinn að brjóta allt saman og við tók ferð um eldhúsið með kútinn í fanginu í leit að því sem hann benti á hægri og vinstri því hann veit nákvæmlega hvað hann vill en pabbi gamli ekki alltaf með það á hreinu. Ég keyrði hann svo til mömmu sinnar og hélt mína leið til vinnu vel undir annasaman dag búinn. Unga gifta sms konan átti við mig nokkur símtöl í dag og fleiri sms, daðraði mikið og ég var ekki frá því að sumt af því sem hún sagði væri bara komið upp af daðurstiginu og orðið nokkuð klúrt en best að láta þetta ekki trufla sig. Eitt er þó ljóst að aldur hennar er meiri fyrirstaða en hjúskaparstaða þótt það hljómi illa en svona er þetta bara vegna fyrri gjörða sem fóru þó bara á þann veg sem fyrirsjáanlegur var í upphafi. Ég var að láta mér detta það í hug að rölta á einhvern nálægan pubb í kvöld nú eða fjarlægan en veit ekki hvort það borgar sig vitandi það að ég verð kominn heim aftur um miðnætti blóðlatur til skemmtanahalds. Var að ákveða það eftir að vera búinn að sötra úr einum Grolsch að fá mér annan í von um að kveikja á einhverjum skemmtananemum sem blætt hefur yfir ef þeir voru þá einhvern tíman fyrir hendi. En úr einu í annað. Við feðgar eldri, fórum í rúmfatalagerinn rétt fyrir kl 18 og keyptum okkur haug af handklæðum í nokkrum stærðum, þvottapokum og sitthvor rúmfötin ásamt lökum. Erum búnir að vera á leiðinni í þetta lengi en létum loksins verða af því. Ég ætla nú samt að halda því leyndu hér að ég elska svona verslun og búsáhaldaverslanir eru í uppáhaldi. Til að taka af allan vafa og losa mig við punggellustimpilinn vil ég taka það fram að ég er ekki samkynhneigður með þó fullri virðingu fyrir því ágæta fólki. Ég er bara furðulegur. Jólaskrautið sem blasti við mér í Rúmfatalagernum fékk mig til að hlakka rosalega til jólanna og þess tíma sem nú er alveg að koma , tíma jólaskreytinga en við feðgar ætlum að vera sérlega duglegir í þeim pakka, þótt við vitum ekki alveg hver verður hvar þessi væntanlegu blessuðu jól. Ég gæti endað einn á þeim og það væri þá ekki í fyrsta skipti. jæja, það er best að opna annan og sjá svo til.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hingað til hef ég ekki getað fundið neitt furðulegt við þig, en það fór nú líka alveg fram hjá mér að þú elskar búsáhaldaverslanir Ég hlakka líka svakalega til jólanna, skál væni
Jónína Dúadóttir, 3.11.2007 kl. 22:07
Auðvitað náði ég ekki út á lífið í gærkvöldi. Drakk einn og hálfan bjór, sat við eldhúsborðið í tvo tíma, fór með töluna inn í rúm og sofnaði á augnabliki. Þvílíkt partíljón. Ég get ekki einu sinni verið drykkfeldur eina kvöldstund.
Júdas, 4.11.2007 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.