4.11.2007 | 09:37
Gott að sitja þarna við gluggann
Ég brá mér í morgunsárið inn á þann ágæta stað á Suðurlandsbrautinni Kaffi Copenhagen, staðráðinn í að fá mér morgun mat sem þar er alltaf til reiðu á morgnanna. Frábær staður, góð þjónusta og gott að sitja þarna við gluggann í nettri rigningu og bíða eftir að draumadísin komi inn og setjist hjá manni. Ég reikna samt ekki með því að dagurinn sé kominn og þar fyrir utan er ég ekki glaðlegur, órakaður og þungbrýndur. Jólin eru endalaust að koma upp í huga minn, mikill annatími og ekki komið á hreint hvernig litla feðgaveldinu verður púslað saman. Ég stakk upp á því um daginn við barnsmóður mín þá ungu að hún yrði bara hjá okkur á aðfangadagskvöld svo feðgarnir yrðu sameinaðir og tók hún vel í það en nokkrum dögum síðar komu efasemdir upp í henni og hún sagðist ekki vera viss um að hún höndlaði yndislega stund en enda svo ein heima hjá sér á eftir. Ég sagði henni að auðvitað gæti hún farið með kútinn með sér jafnvel þótt þetta yrði mín vika því það gæti fært henni birtu og yl út kvöldið og ég ætti ekki í neinum erfiðleikum með að höndla það. Hún var efins. Lausir endar eru líka með unglinginn en vilji hans er það sem skiptir máli og hann er alltaf að reyna að treysta sambandið við móður sína þótt það gangi ekki allt of vel. Þetta veldur mér örlitlum áhyggjum, og hallast ég æ meira á þá skoðun sem áður var andhverf að fjölskyldu eigi ekki að sundra og berjast eigi gegn sundrungu fram í rauðan dauðann. Það er flott að vera að fatta þetta fyrst núna fjörutíu og eins árs gamall en svona er þetta bara. Best að slafra í sig, drekka einn tvöfaldan espresso, og keyra út í borgina í von um rigningu.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan dag "ó þú mikla partýljón", þú átt greinilega við visst áfengisvandamál að stríða....getur ekki einu sinni verið drykkjumaður eitt kvöld Ég átti aldrei í erfiðleikum með jólin og börnin þegar þau voru yngri, pabbi þeirra sýndi ekkert meiri áhuga á að hafa þau frekar þá en aðra daga, en ég skil samt alveg þessar pælingar og finn eiginlega pínu til með þér í því..... En samt bara pínu og bara smástund, ég hef trú á að þú gerir bara það besta úr því sem þú hefur
Jónína Dúadóttir, 4.11.2007 kl. 10:14
Ég hélt jól með mínum fyrrverandi tvö ár í röð eftir að við skildum. Það var fínt og börnunum leið vel með það og það er það sem skiptir alltaf mestu máli.
41 árs og á kaffi Köben á sunnudagsmorgnum. Órakaður er bara sexí . . . þú verður að passa þig að gefa ekki upp of miklar upplýsingar. Næsta sunnudag sitjum við Jónína þar kannski báðar :)
Fiðrildi, 4.11.2007 kl. 21:14
Jamm hver veit
Jónína Dúadóttir, 4.11.2007 kl. 22:23
Þið elskurnar eruð svo jákvæðar og skemmtilegar að bolli á köben myndi bara lífga upp á þetta. Spurning um að senda undanfara til að skanna staðinn?
Áhyggjur koma og fara og og því meir áhyggjur, því meiri léttir og vellíðan þegar þetta leysist eða er afstaðið.
Júdas, 4.11.2007 kl. 22:37
Stofnum leshring, fyrsta skyldulesningin er bókin um elskuna hana Pollyönnu
Jónína Dúadóttir, 5.11.2007 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.