6.11.2007 | 16:27
Kúturinn veikur
Litli kúturinn minn er með hita. Mamma hans var með hann heima í gær og ég með hann heima í dag. Hitinn er ekki hár en það er alveg með ólíkindum hvað þessi ærslavél getur hamast þótt hann sé með hita. Ég hélt að hann yrði eins og stundum þegar hann fær hita, rosalega rólegur og blíður en það vantar bara að hann hangi í gardínunum. Hann var reyndar að sofna í þessum skrifuðu orðum svo pabbinn gamli getur lagað sér kaffi á gamla mátann og slakað aðeins á. Ég ætla nú samt að reyna að komast á æfingu um kvöldmatarleytið til að lífga upp á andann en ég átti ágætis æfingu í gær. Gamall kunningi, garpur úr bransanum sendi mér matarprogram með orðunum hlakka ég til að sjá kallinn vaxa og dafna . Sá er nú bjartsýnn en ég ætla samt að hreinsa mig af ósómanum í vikunni og hella mér í þetta e.helgi. Segjum það allavega núna. Það fylgdi þessu broskall svo ef til vill er einhver glens á bakvið þetta. Ég þarf að leggja mig allan fram þessi kvöld í vikunni sem eftir eru við nokkur verkefni vegna vinnunnar en í gærkveldi fór ég af stað í þeim og gekk ágætlega. Einnig þarf ég að hjálpa unglingnum á heimilinu í stærðfræði því mér sýnist að hann sé orðinn aðeins á eftir í henni og prófin byrja hjá honum eftir tæpar fjórar vikur. Það sem tíminn flýgur og jólin nálgast. Látum þetta duga í dag.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi ykkur feðgum allt í haginn
Jónína Dúadóttir, 6.11.2007 kl. 21:19
Takk Jónína. Á ég að trúa því að annar tveggja af bloggvinum mínum sem hafa nennt að commenta á mig (vinkona) sé hætt að blogga? Ég bara trúi því ekki. Arna hvað er í gangi? Ekki hætta!
Júdas, 7.11.2007 kl. 07:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.