7.11.2007 | 08:03
Er meðalmennskan komin til að vera?
Orðið meðalmennska kom upp í huga minn strax og ég vaknaði í morgun. Þetta er orð sem lýsir mér vel en ég hef aldrei sætt mig almennilega við og á ábyggilega aldrei eftir að gera það. Það er sama hvar drepið er niður í líf mitt, meðalmennska hefur verið þar allsráðandi alla tíð bæði í skóla og vinnu, íþróttum og áhugamálum. Flestir feta þennan veg meðalmennskunnar svo mér ætti ekki að leiðast í þessum hópi en vonandi eru menn ekki almennt svona óánægðir með það eins og ég. Ég ætla samt ekki að gera of mikið úr þessu því ég er ekki þjakaður og þunglyndur úr af þessu heldur bara óánægður og hnýt við þessa staðreynd annað slagið. Það að vera ekki góður í neinu er furðulegt en samt er tilfinningin sú að það hafi í raun aldrei verið lagt í hlutina nema í samræmi við árangurinn og því gæti þessi meðalmennska verið útskýranleg og ekki spurning um getu heldur vilja. En er það ekki dapurlegt að velja sér stall í meðalmennsku og vera svo ósáttur við það? Ég menntaði mig en bara ekki nógu mikið, ég stundaði íþrótt og vann til verðlauna en hefði getað gert betur og hvað skilur það eftir sig? Ég eignaðist fjölskyldu en hélt ekki nógu vel utan um hana. Ég bjó út á landi en gerði það allt of lengi. Ég ætla ekki út í borgina með þessar vangaveltur í farkestinu því þær ergja mig, svo oft hafa þær drepið á dyr. Ég bý í fallegri íbúð á góðum stað í borginni og vel mér hlýlegt en ekki íburðarmikið umhverfi. Ég skulda lítið, mér leiðist glys og vel mér öryggi frá degi til dags en ekki afborganir og yfirdrætti. Allt sem ég geri byggir á því að synir mínir eigi skjól og þak yfir höfuðið og öryggi jafnvel þótt ég yrði frá að hverfa. Sápukúlulausnir eiga ekki við mig og áhætta er eitthvað sem ég forðast og þar liggur kannski hundurinn grafinn. Ég sit heima, horfi út um gluggann, bíð og vona. Þetta var gott púst, góður dagur framundan og best að koma sér úr í meðalstóra smáborgina, á meðalstóra bílnum sínum enda meðalmaður á hæð og ég er ekki frá því að ég sé í kjörþyngd líka. Mér þætti vænt um að þessir átta sem koma að jafnaði inn á þessa meðalstóru bloggsíðu nenntu nú að commenta meira á mig svo Jónína vinkona sé ekki ein í þessara sálfæði. Ég er strax farinn að sakna Örnu og ætla að vona að þú Jónína sért ekki líka að fara að hætta þessu.
Hvenær ætli konan komi til að lesa af rafmagninu? J
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegi ekki meðan ég hef málið Ef þú ert óánægður, gerðu þá eitthvað í því. Þú veist að spurningin kemur á undan svarinu og fyrst þarf maður að vita hvað maður vill og svo að taka stefnuna á það. Ef þú til dæmis, vilt að fleiri komi inn á síðuna þína, vertu þá duglegur að blogga um fréttir, það trekkir að. Svo snýst þetta líka um hvað maður gerir miklar kröfur til lífsins, ég geri litlar sem engar, kannski er það þess vegna sem ég er sæmilega ánægð... í meðalmennskunni minni... Þú heppinn að það kemur kona að lesa af rafmagninu hjá þér, það kemur sko alltaf líka kona hingað...
Jónína Dúadóttir, 7.11.2007 kl. 09:00
Nei . . please ekki fara að blogga um fréttir :O það er nóg af svoleiðis bloggi. Aldrei blogga eitthvað fyrir aðra . . . bara fyrir þig og smám saman verður fólk forvitið.
Meðalmennskan . . . hmm . . eitthvað kannast ég við þetta allt sjálf. Þar til fyrir stuttu að ég uppgötvaði að ég er miklu meira en ég hélt. Það sést þó kannski ekki né heyrist því það eru þættir sem ekki alltaf eru áberandi og mikils metnir . . sem ég er góð í. Dóttir mín sagði við mig á þungbærum degi um daginn þegar að sjálfsálitið var í botni og meðalmennskan meira að segja horfinn . . "mamma þú ert besta mamma í heimi". Það er það sem skiptir mig öllu máli og það er ekki meðalmennska. Ég er viss um að þú getur sagt það sama um sjálfan þig að þú ert foreldri í meira en meðallagi.
Allt sem þú ert búinn að ganga í gegnum og þér finnst lítið sitja eftir . . er ástæða fyrir því að breyta og gera næst öðruvísi. Taktu smá áhættu . . . án þess þó að fá þér kredidkort ;)
Afsakaðu hvað þetta er langt . . . þetta eru afleiðingarnar frá því að mega ekki blogga lengur :( . . . og takk fyrir að sakna mín :)
Þú ert ekki meðalmaður Júdas . . . þú ert langt fyrir ofan þá skilgreiningu !
Arna (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 10:02
Já taktu sénsinn gerðu eitthvað sem þér hefur alltaf langað að gera en aldrei þorað.........en svo er líka fínt að vera meðal góður gæi amk betra en að vera meðal aumingi ekki satt.....keep on rockin
Hvað mátti Arna ekki blogga lengur....búum við í Rússlandi
Einar Bragi Bragason., 8.11.2007 kl. 10:38
Arna, af hverju máttu ekki blogga lengur ???
Jónína Dúadóttir, 8.11.2007 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.