8.11.2007 | 19:04
Konan sem les af rafmagninu.
Loksins kominn heim í kotið eftir skemmtilegan dag og búinn að vera óvenju kátur. Ég las póst í morgun og hann bæði skelfdi mig og gladdi. Gleðin hlýtur að hafa verið ofan á því ég var sagður óvenju brosmildur í dag og ég fann það sjálfur. Ótúrlegt hvað rafræn samskipti geta gert fyrir mann. Nú sit ég við eldhúsborðið með tölvuna fyrir framan mig og umkringdur pappír enda þarf ég að vinna að þessu verkefni í allt kvöld. Ég ætla líka að hjálpa eldri kútnum, unglingnum í stærðfræði, nánar tiltekið í algebru og ég er farinn að hlakka til því ég hef svo gaman að henni. Á leiðinni heim kom ég við hjá barnsmóðurinni, ungu konunni til að líta á litla kútinn minn því hann fór á leikskólann í morgun hitalaus en henni fannst hann frekar þreytulegur og heitur þegar hún sótti hann. Mér fannst hann líka heitur en mældi þó ekki hita svo þetta kemur í ljós í fyrramálið. Hún var að hringja aftur og hitinn á uppleið svo greinilegt er að hann fer ekki í leikskólann á morgun. Hún verður með hann í fyrramálið og ég tek við eftir hádegi. Bank, bank. Ég hljóp niður á meðan ég var að skrifa þetta og hver haldið þið að hafi staðið í dyrunum? Konan sem les af rafmagninu. Ótrúlegt en satt. Kona um sextugt í slæmu formi svo ég verð að leita á önnur mið. Mig minnti í eymdinni að hún væri yngri og myndarlegri. Þar fór það.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er spurning hvort maður ætti kannski að fara að lesa af rafmagni hjá fólki . . . og mega þá blogga að vild um það sem maður vill án þess að nokkrum komi það við. Vonandi gengur verkefnið sem þú ert að vinna að vel og að litla kútinum þínum batni sem fyrst.
Kveðja úr mannaheimum
fyrrverandi bloggvinur (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 19:46
Svona getur eymdin villt um fyrir manni........ Konan sem les af mælunum hérna hjá okkur er á fínum aldri 30/40 og nokkuð myndarleg bara, en ekki mín týpa
Jónína Dúadóttir, 8.11.2007 kl. 20:13
æ æ æ slæmt mál......en ég er að deyja úr forvitni...hvað kom fyrir Örnu
Einar Bragi Bragason., 8.11.2007 kl. 20:18
Mig langar líka til að vita hvað varð af Örnu, mér finnst hún hress og skemmtileg
Jónína Dúadóttir, 8.11.2007 kl. 20:19
Jú jú, einhverjum finnst það ekki hæfa framhaldsskólakennara að tala svona opinskátt um suma hluti.............
Ferlega dapurlegt
Júdas, 8.11.2007 kl. 20:38
ok hún var oft djörf og hvaðmeð það en ekki djarfari en það sem þessir krakkar horfa á í sjónvarpinu ...ég hélt að það væri ritfrelsi á Íslandi....
Einar Bragi Bragason., 8.11.2007 kl. 23:01
Það er greinilegt að ritfrelsi og tjáningarfrelsi almennt er í lagi nema.......svona og svona.........
Mælaaflestur gæti verið hugsjónastarf ef tilgangurinn er æðri, MÆLI hiklaust með því sem aukavinnu með blogginu
Júdas, 8.11.2007 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.