Bauð honum líkama sinn.

Bekkurinn okkar        Ég er búinn að hugsa svo mikið um ástina í dag,  hvað hún gefur og hvað hún tekur, og hvort  þessi sterka löngun í að vera elskaður  sé eitthvað sem eigi að berja niður eins lengi og hægt er.  Ef til vill  er ástin bara „flensa“ sem gengur yfir og allar áhyggjur óþarfar.  Það er svo sem ekki mikil hætta á ferðum hjá manni sem vinnur mikið og fer lítið svo ég tali nú ekki um misheppnaðar tilraunir hans til að fara út á lífið en enda upp í sófa.  En svona er kannski bara lífið og ef það er þannig er ég bara býsna góður í því.  Allavega í öðru sæti miða við það að vera ekki góður í neinu eins og ég hef haldið hér fram.  Ég er að reyna að setja saman í huganum en kem því ekki á blað núna, hugsanir mínar varðandi fallega umhyggju elskenda á litlum slæmum stundum eins og andvökustunum og áhyggjustundum þar sem annar aðilinn umvefur hinn......og svæfir hann.......mér finnst það svo fallegt og rifja upp setningar úr gömlu Ísfólksbókunum sem ég las fyrir mörgum árum síðan þar sem hún fann þegar honum leið illa og bauð honum líkama sinn.  Hún var konan hans og mér fannst þetta svo fallegt.  Ég vona að ykkur finnst ég ekki ruglaður, ef til vill orða ég þetta illa og vafalaust myndu einhverjar feminískar konur setja út á þetta og tala um misbeitingu og löngun beggja á sama tíma og þar fram eftir götunum en ég sé ekkert svoleiðis í þessu.   Mér finnst þetta fallegt og sýna svo sterka ást.  Ef til vill kem ég þessu ekki vel frá mér og ætti að hætta núna.   Það er erfitt að lýsa þessu.     Rómantískar heitar stundir og tangó þar sem allt logar blikna í samanburði við þessar litlu fallegu stundir sem tilheyra hversdagsleikanum og sýna raunverulega ást og raunverulega væntumþykju.

Ég geng eftir stígnum sem er umvafinn ilmandi gróðri
og leita að ástinni
sem ég þrái að eignast.

Á göngu minni heyri ég niðinn frá læknum
og fuglana syngja í trjánum.

Á bekknum situr ástfangið par.
Kyssist.
Lætur vel hvort að öðru.

Ég á stutt eftir að enda stígsins
ennþá finn ég enga ást.

Kannski er hún ekki til?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert nú alveg einstaklega rómantískur

Jónína Dúadóttir, 8.11.2007 kl. 21:19

2 Smámynd: Júdas

Mér hefur verið sagt það oftar en einu sinni að ég sé það ekki 

Júdas, 8.11.2007 kl. 22:25

3 identicon

 . . hún er til, ef þú bara vilt það.  Ég hef aldrei lesið ísfólkið en mér finnst þetta fallegt enda misheppnuð sem femínisti.   Fallegt ljóð.

Engin (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 22:33

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Blessaður vertu ekkert að trúa því neikvæða sem öðrum dettur í hug að bulla um þig, þú veist best sjálfur hvernig þú ert, en það er kannski sterkur leikur að leyfa öðrum að sjá það líka

Jónína Dúadóttir, 9.11.2007 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 48796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband