Kúturinn veikur

    Litli kúturinn minn er enn með háan hita og ég tók við honum um hádegi svo mamman getir farið í vinnu.  Þannig höfum við alltaf skipt veikindadögunum til að bæði geti verið í vinnu hálfan daginn.  Hann er með nærri 40 stiga hita, kvefaður og með í hálsinum, lítill og erfiður en hjúfrar sig í hálsakotinu þess á milli og dottar.  Rjóður í kinnum og reynir að brosa örlítið þegar pabbinn gerir eitthvað fyndið.   Þau eru svo lítil á svona stundum og mér skilst að hjá okkur körlunum hætti þetta aldrei og við séum alltaf eins og börn þegar við verðum veikir.  Ég veit ekki hvort þetta er satt  stórlega ýkt en man samt að það er betra að vera veikur og eiga konu en vera veikur og eiga hana ekki.  Átta mig samt ekki á því hversvegna.    Við erum búnir að horfa á nokkrar myndir en val á hverri mynd tekur um 10 mínútur því pabbinn er ekki að skilja bendingarnar, hummið og höfuðhristinginn sem kemur þegar eitthvað er vitlaust gert.  Hann sofnaði rétt í þessu hjúfrandi sig í handakrikanum á mér svo ég nota tækifærði og skrifa örlítið á bloggið áður en ég hefst handa við verkefnaskrif.   Ég sé að það er rigningaspá fyrir alla helgina og þar fyrir utan er þetta fríhelgi svo þetta gæti orðið notalegt en ef vinurinn  verður veikur verður maður inni í hlýjunni.  Mér var að detta það í hug að gera piparkökuhús með honum og unglingnum en við gerðum þetta nokkrum sinnum við eldri feðgar hér áður og skreyttum með kinderegg  figurum sem hann átti þá.  Síðan var í eitt skiptið búin til stuttmynd með tónlist þar sem fókusað var upp að húsinu og allt í kring.  Ef það verður ekki gert núna um helgina verður það fljótlega því ég veit ekki hvort kúturinn verður nógu ferskur í það.  Kemur í ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 . . en sætt !!!!

Stubbalína (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 15:07

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi litla skinnið, en hann er öfundsverður að því leiti að foreldrar hans eiga hann saman

Jónína Dúadóttir, 9.11.2007 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 48796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband