9.11.2007 | 17:55
Nærgætni og tillitssemi
Nærgætni og tillitssemi hefur alltaf verið hampað sem jákvæðum eiginleikum og ef einhver er nærgætinn eða tillitssamur er sá hinn sami hið mesta ljúfmenni, maður með rétt viðhorf. Sá tranar sér ekki fram, grípur ekki frammí fyrir neinum, anar ekki út í eitthvað af tillitssemi við einhvern og er ekki frekur og ráðríkur við einn eða neinn. Fer sér semsagt að engu óðslega og er stöðugt að hugsa um ímyndaða líðan annarra en gleymir jafnvel sjálfum sér. Hvenær verður nærgætnin of mikil og hvenær breytir hún um ásjón og verður afskiptaleysi jafnvel nett sjúkleg og verður þess valdandi að vegna nærgætni og tillitssemi borgar sig ekki að leita aðstoðar eins eða neins til að trufla ekki viðkomandi og angra ekki nokkurn mann. Ég veit um einn sem oft var hringt í ef eitthvað vantar eins og aukamann í málningarvinnu, einn til í flutninga, akstur hingað og þangað og þar fram eftir götunum. Sá var hinsvegar af tillitssemi við alla einn af þeim sem aldrei hringdi eftir neinni aðstoð og til að trufla ekki nokkurn mann hefur hann lent einn í flutningum, einn í framkvæmdum, einn í málningarvinnu, einn á jólum og þar frameftir götunum. Keyrir jafnvel framhjá á leið í kaffispjall til að trufla ekki, allt af tillitsemi og nærgætni við alla í kringum hann. Þessi maður fer ekkert smá í taugarnar á mér og er ég sannfærður um að það er eitthvað að honum. Annað hvort er þetta sjálfskaparvíti illa gefins manns eða frábær eiginleiki nærgætins manns sem verður reiknaður honum til tekna þótt ég viti ekki hvar og hvenær. Ég hallast þó á það fyrra en sé þetta reiknað til tekna er það heldur betur ljóst að af honum verður dregin afskiptaleysisskattur og einverugjöld og svo áætlað á hann næstu árin. Þvílíkur ræfill.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert að tala um sjálfan þig Júdas ! Sá maður sem skrifar færslurnar hér er langt fyrir ofan meðallag gáfaður, ljúfur, hlýr og hefur þroska á við vitrustu konu :) Þú býrð yfir eiginleikum sem ekki margir geta státað af. Það sem að hrjáir þig er að þú þráir gagnkvæma ást frá fullorðnum einstakling og það er ekki þér að kenna að þú finnir hana ekki því hún er vandfundin. En hún leynist á ýmsum ótrúlegum stöðum og jafnvel ég sem hef verið án hennar í yfir 10 ár trúi enn á hana og að ég finni hana. Fyrst þarf ég bara að læra eitt og annað og kannski er því eins farið með þig. Það fyrsta er kannski að læra að elska sjálfan þig og trúa því að þú sért frábær . . . það sést langar leiðir að þú ert það ;)
ástarsérfræðingurinn (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 21:49
Innilega sammála síðast ræðumanni
Jónína Dúadóttir, 10.11.2007 kl. 14:19
Ég er hissa á að þið séuð ekki orðnar leiðar á þessum klisjum hjá mér. Ég er kátari í dag en er svo sem ekkert sáttari við mig. Sumt breytist bara ekki og maður þarf óhjákvæmilega að dröslast með sig í gegnum súrt og sætt.
Tíu ár í einsemd eru langur tími og ég hræðist þetta. Afi minn bjó einn í tuttugu ár frá því hann missti konuna sína þar til hann fann eina á efri árum. Ég vona að hlutskipti mitt sé annað.
Júdas, 10.11.2007 kl. 15:52
. . það hafa nú reyndar ekki verið 10 ár í einsemd akkúrat en 10 ár án þess að hafa mér einhvern sérstakan við hlið. Einhvern til að gleðjast með og einhvern til að leita huggunar hjá. En það er vissulega sorglegt og myndi ég ekki mæla með því við neinn. Ekki er þó gott að flýta sér heldur né að taka bara eitthvað sem býðst . . en ég hreinlega veit ekki hvað ég hef gert rangt :(
Fiðrildi, 10.11.2007 kl. 17:45
Þið eruð ekki að gera neitt rangt, gangi ykkur vel elskurnar
Jónína Dúadóttir, 10.11.2007 kl. 19:09
. . en eitthvað er það Jónína sem ég er annað hvort ekki að gera eða ekki gera rétt. Ég myndi þyggja gott ráð . . . en annars er ég við það að gefast upp og hugsa um að bara sætta mig við einlífið.
Fiðrildi, 10.11.2007 kl. 20:20
Ég verð ekki sátur við einlífi þótt augnablik komi þar sem ég tel mér trú um að það sé bara best því ég eigi ekki annað skilið. Þá velti ég því fyrir mér hvort ég myndi ekki bara særa viðkomandi eða skapa einhverskonar vanlíðan fyrir hana, flækja líf hennar í einfaldleika, hljómar furðulega því ég er svo "einfaldur". Piparsveinalíf og fjöllyndi heillar mig ekki, það hræðir mig.
Júdas, 10.11.2007 kl. 20:41
Af hverju ættir þú ekki að eiga það skilið ? Ég held að við eigum það bæði skilið. Vandinn liggur í að finna þann sem að heillar og að virka heillandi á hann/hana. Nógu erfitt er að finna annað hvort . . . hvað þá bæði ;)
Fiðrildi, 10.11.2007 kl. 20:58
Æi ætli það sé ekki bara hræðslan við að standast ekki væntingar eða hræðslan við að vera hafnað, eru þetta ekki lykilatriði í þessum vangaveltum? Það er svo súrt að finna ekki frið og værð.........ég man að værðin var svo ríkjandi jafnvel þótt hún væri sofandi í öðru herbergi var maður rólegur.
Júdas, 10.11.2007 kl. 21:15
Jú líklega er það oft hræðslan við höfnun sem hindrar allavega mig í að hafa frumkvæði á einhverju. En ef maður hugsar nú aðeins út í það þá er það bara bjánalegt. Af hverju ætti manni ekki bara að vera sama ?
Fiðrildi, 11.11.2007 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.