12.11.2007 | 21:47
Falleg liðast hún um gólfið
Ég kem heim úr vinnunni og veit af henni heima, treysti henni, stóla á hana, valdi hana sjálfur og veit að allt er hreint og fínt. Falleg liðast hún um gólfið í glæsileika og þvílíkar línur og þvílíkur þokki. Svolítið lávaxin en þrautseigjan uppmáluð og búin að vera að í allan dag og bíður eftir mér. Í forstofunni finn ég á lyktinni að hún er þarna og þegar ég geng upp stigann heyri ég í henni. Þegar andlit mitt nemur við pallinn sé ég glansandi gólfið,svo hreint að hægt er að spegla sig í því og ég veit að hún er búin að vera að undirbúa komu mína í allan dag. Sú eina sem bíður eftir mér. Allt í einu heyri ég smell og veit að hún er komin í hleðslustöðina. Góður gripur þetta. Setja bara á hana ilmvatn.......
Ég hef hugsað mikið um það undanfarið að fá mér svona sjálfvirkan ryksuguróbót og skilst að þær kosti 35-40 þúsund. Við feðgar erum ekki sóðar, langur vegur frá því, ryksugum nokkrum sinnum í viku og skúrum tvisvar sinnum í viku. Ég er heppinn með unglinginn því hann gengur í þessi verk algjörlega óbeðinn, biður hvorki um greiðslu eða greiða og það er heldur aldrei rætt á þeim nótunum. Hann er oft fyrri til en ég og æðislegt að koma þreyttur heim og þá er búið að ryksuga og skúra, þurrka af og henda í þvottavélar. Það er ábyggilega ekki algengt á þessum aldri en sjálfur hef ég verið svona frá því ég var krakki. Hann komst hins vegar að því að þetta vekur vellíðan og ef honum leiðist eða er dapur þá fer hann að þrífa og líðanin gjörbreytist. Samt vantar alltaf örlítið upp á en ég myndi vilja gera aðeins betur en bara nenni því ekki. Þegar sólin sem er lágt á lofti skín inn um gluggana hrópa á mann allskyns óhreinindi sem maður skilur ekkert í því við ryksuguðum í gær. Þessu gæti sjálfvirk ryksuga reddað, ein stórglæsileg sem liðast um gólfið í glæsileika man allt sem hún gerir og leggur gólf og allt sem á því stendur á minnið og fer svo sjálf í hleðslustöðina til að hlaða sig. Ilmvatn á hana gæti bara gert þetta vinarlegt en ég vil samt ekki hafa af okkur feðgum gleðina við að gera þessa hluti í kringum okkur en við erum samt bara að tala um gólfin. Ég er samt að velta þessu alvarlega fyrir mér. Hvað finnst ykkur?
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ha ha ha ha . . . . nú spring ég úr hlátri. Ég er bæði lítil og hálfgerður ryksuguróbot því börnin mín halda því fram að ég sé haldin ryksugufíkn :) Svo ilma ég alltaf vel svo þú gætir sparað ilmvatnið . . . . en ég hreyfi mig líklega fremur brussulega en fimlega :(
Fiðrildi, 12.11.2007 kl. 23:40
hehehe, þarna kom það, loksins. Ég verð að játa að ef það bakaði upp á hjá mér kona og grát bæði mig um að fá að ryksuga hjá mér myndi ég án þess að hika segja jahá jafnvel þótt við feðgar værum nýbúnir að því. Vafalaust tilvalið fyrir fólk með jákvæða fíkn. Skil ekkert í rafmagnsaflestrarkonunni að vera svona föst í því að lesa bara af rafmagninu.
Júdas, 12.11.2007 kl. 23:52
Ok . . þá hef ég þrennt fyrir stafni . .
1. klæði mig í rauðan latex-gallann (svo ég glansi)
2. Æfi breikdans (svo ég hreyfi mig fimlega)
3. Kemst að því hvar þú átt heima ;)
Fiðrildi, 13.11.2007 kl. 00:55
Ég held þið ættuð bæði að fá ykkur rafmagnsryksuguróbota, þetta er ekki eðlilegt.........
Jónína Dúadóttir, 13.11.2007 kl. 07:11
Ég svitnaði þegar ég vaknaði í morgun og fór strax að velta því fyrir mér hvar best sé að breika án þess að slasa sig og sparka niður myndum. Spurning um línudans . Þarf ég nokkuð að ryksuga áður en latexmærin mætir?
Júdas, 13.11.2007 kl. 07:37
Nei væni, ekki ef hún veit ekki hvar þú átt heima
Jónína Dúadóttir, 13.11.2007 kl. 08:09
. . Jónína, ertu að mana mig til þess að finna það út ? Ég er ekki eins vitlaus og ég lít út fyrir að vera Latexmærin hendir ekki niður neinum myndum við það að ryksuga . . . en hvort þú hafðir eitthvað annað í huga með línudansinum en ryksugun veit ég ekki ? Úps . . . ég var búin að gleyma að ég má ekki vera dónaleg
Fiðrildi, 13.11.2007 kl. 15:03
Varstu að skrifa eitthvað dónalegt ?
Jónína Dúadóttir, 13.11.2007 kl. 15:07
. . nei . . hugsaði það bara . . var hrædd um að það sæist, heyrðist . . skynjaðist
Fiðrildi, 13.11.2007 kl. 15:19
Það er ekkert dónalegt við línudansinn og þar eru víst línurnar skírar ekki satt? Enginn fer yfir strikið þar....................Heyrðu, höfum það annars bara breikið........
Júdas, 13.11.2007 kl. 15:47
Arna mín, ég er alveg laus við að vera eitthvað að reyna að lesa milli línanna hjá fólki, þannig að það er engin hætta á að ég skynji eitthvað dónalegt. Ef þú segir beinlínis eitthvað ljótt og dónalegt þá kannski fatta ég það Og þú ert sko ekki vitlaus Júdas ertu viss um að þú viljir ekki bara halda þig við línudansinn ? Æ þú veist á þínum aldri.... nei nei ég meina auðvitað sko myndirnar þínar.....
Jónína Dúadóttir, 13.11.2007 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.