Yndislegir kútar

     Þeir voru yndislegir kútarnir mínir í morgun.  Sá litli fór á leikskólann í gærmorgun en hann hristi af sér síðustu hitaleifarnar og slenið um helgina.  Hann er búinn að vera svo kelinn og ljúfur, talar svo mikið þótt það skiljist ekki nema sumt af því.   Í fyrrakvöld vildi hann ekki fara að sofa en var upptekinn af því að kyssa á nefið á mér, ennið, kinnarnar, eyrun, munninn, fingurna,tærnar og meira að segja hárið.  Ég átti svo að gera það sama og svona hélt þetta áfram hring eftir hring og tuskudýrin fengu að vera með í þessu.  Ég var kominn með varaþurrk af kossum þegar ormurinn loksins sofnaði.  Í nótt var hann svo alltaf að skríða ofan á mig og stundum ofan á andlitið á mér svo ég var stöðugt að vakna í leit að súrefni.  Í morgun kallaði hann svo hálfsofandi á bróður sinn þegar hann heyrði að hann var kominn á fætur og þegar ég leit inn í herbergi kl 7:20 voru þeir þar báðir steinsofandi í faðmlögum.  Það eru 14 ár á milli þeirra því ég tók mér einhverskonar leikhlé sem var bara þetta langt.  Ég veit ekki hvað loturnar eru margar þannig að  það er ómögulegt að segja hvað á eftir að gerast en þessir tveir eru svo yndislegir að bara það að sjá þá saman í morgun færði mér ómælda gleði til að ganga út í daginn og þau verkefni sem biðu mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góð byrjun á góðum degi, þú átt þarna algerlega ómetanlega fjársjóði

Jónína Dúadóttir, 13.11.2007 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 48796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband