Ég gef ekki blóm á auglýstum dögum

   Nú fer í hönd sá tími þegar  fólk fer í einhverskonar eyðslu-leiðslu,  keyrir kreditkortin og yfirdrættina algjörlega í botn,  tekur út fyrirfram greidd laun og  eyðir eins og geggjað til þess, að því er það heldur, að gleðja fjölskyldu og vini.  Ótrúlegur hamagangur og skilur lítið eftir sig þegar upp er staðið annað en tómleika hið innra, vanlíðan, skuldir, raðgreiðslur og yfirvinnu á tímum sem það annars gæti eitt með fjölskyldunni.  Hvernig stendur á því að fólk lætur svona og víkur frá þeim ágætis gildum að peningar og dýrar gjafir eru ekki ávísun á gleði og hamingju.  Ég er ein af þessum geimverum sem neita að taka þátt í þessu, nota ekki visakortið, ekki yfirdrætti, tek ekki út fyrirfram og vandamenn vita að ég gef ódýrar gjafir en hef þær aðeins veglegri til eldri unglingsins.  Auðvitað er gert vel við sig í mat og drykk og allt skreytt hátt og lágt því jólin eru yndisleg svo misskiljið mig ekki, ég held jólin en bara ekki á svona rugl forsendum.  Tækifærislausar gjafir eru oft dýrari hjá mér á miðju ári þannig að ég er ekki samansaumaður náungi en sjálfur hef ég aldrei viljað dýrar gjafir því þær bara gleðja mig alls ekki og þeim fylgir bara mórall og því um líkt.  Ég hef verið í sambúð þar sem allt snérist um þetta og upp úr henni slitnaði ekki síst út af því að peningamál okkar höfðu ekki sömu stefnu.  Fólk fer í gegnum fríhöfnina og þrátt fyrir að hafa verslað lifandis býsn erlendis eru innkaupavagnar fylltir af sælgæti og áfengi og ættingjar nær og fjær ásamt vinum fóðraðir á þessu.  Ég skil þetta ekki.  Ég er líka svona „furðulegur“  þegar kemur að blómum og þ.h því ég hef í mörg ár blásið á auglýsta blómasöludaga eins og konudagsblóm og Valentínusar þetta og hitt.  Ég vil gera þessa hluti af löngun og innri hvötum,  skyndilegri ofurást á minni heitt elskuðu (sem er víst engin í dag) eða bara ógnargirnd sem allt í einu heltekur mig.  Ef það særði þessa konu svona tiktúrur myndi ég vafalaust taka annan pól í hæðina hvað þessa tvo daga varðar en það að vakna upp við vondan draum og heyra það í útvarpinu að þetta sé dagurinn sem íslenskir karlmenn eigi að gefa konunum sínum blóm finnst mér bara svo ódýrt og hallærislegt.  Ef til vill eru til góð rök gegn þessu en svona hugsa ég þetta.  Ég elska hversdagsleikann og veit að það er hægt að gera hann svo fallegan og yndislegan í stað þess að þrauka hann leiðigjarnan í stanslausri bið eftir uppákomum.  En........þrátt fyrir þessa mælgi er líf mitt að mörgu leiti á hold þótt það bjóði upp á marga yndislega hversdagslega hluti,  fallega syni sem seint verður þakkað fyrir, góðan kaffisopa og fallegar regnskúrir nú og auðvitað fallegar bloggathugasemdir sem bæði bræða og „hræða“  miðaldra fráskilinn ræfilinn.  

Hvar ertu sem hjarta mitt þráir? 

Í hvílu minni um nótt leitaði ég hennar sem sál mín elskar,  

ég leitaði hennar en fann hana ekki. 

Ég skal fara á fætur og ganga um borgina, um strætin og torgin.   

 Ég skal leita hennar sem sál mín elskar.

Ég leitaði hennar en fann hana ekki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skil þetta svoooo vel með jólin, alveg eins og ég hef þau Gef bara börnum og barnabörnum og svo spúsa eitthvað smá, en sjálf fæ ég bestu gjöfina, börnin mín hjá mér um jólin, öll núna Ég þekki menn sem þola ekki þessa skyldublómagjafadaga íslenskra karlmanna, en það koma samt bara engin blóm á öðrum dögum heldur.... Enn aðrir nota sér svo þessa daga, en sleppa öllum hinum 3 hundruð sextíu og eitthvað... Pé ess : Ef þú ert miðaldra, drengur minn, hvað er ég þá ?

Jónína Dúadóttir, 13.11.2007 kl. 19:08

2 Smámynd: Fiðrildi

arna blogglús hér . . . hef sjaldan orðið svona húkkt á einhverju bloggi og um leið og ég opna tölvuna hugsa ég . . . hvað ætli Júdas hafi gert í dag :)  Það er eflaust líka allt þetta dularfulla sem heillar.  Ætlaði nú ekkert að segja í dag en svo stenst maður ekki þegar að boðið er upp á ljóð.  Þú fannst hana ekki . . en þú finnur hana ;)

Þá ætla ég að lesa Jónínu . . . hún er líka yndisleg.

Fiðrildi, 13.11.2007 kl. 19:38

3 Smámynd: Júdas

Ég er upp með mér klárlega og vitneskjan um að einhvern hlakki til að lesa eitthvert innantómt raus, illa ritað af hugsanlega illa gefnum "svikara" við lífið sjálft gerir mig glaðan.  Ég er búinn að vera óvenju glaður síðustu daga og held að það tengist þessu eitthvað

Júdas, 13.11.2007 kl. 20:23

4 identicon

Ég gef ekki heldur blóm á auglýstum dögum, kvíði jólunum pínu en skammdeginu mest.

Takk fyrir ljóðið. 

Ragga (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 20:28

5 Smámynd: Júdas

Jólin ættu samt að gefa þér ótal tilefni til frábærra myndataka ekki satt?

Júdas, 13.11.2007 kl. 23:10

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég fór að kvíða fyrir jólunum eftir að pabbi minn dó á Þorláksmessu árið 2000. En svo bráði það af mér af því að ég vissi að hann yrði svo sár, hann var líka jólabarn eins og ég. Núna hlakka ég til jólanna, en sakna hans alltaf samt. Ég tek undir með Júdasi, þú hlýtur að geta fundið falleg myndefni í öllum jólaljósunum og skreytingunum ? Það væri gaman að fá að sjá jólamyndir hjá þér

Jónína Dúadóttir, 14.11.2007 kl. 07:04

7 identicon

Jú sennilegast, verst hve dimmt er, gerir myndatökur erfiðari... ef ég næ að hrissta af mér skammdegisslenið sem leggst alltaf í mig á þessum árstíma. Væri til í snjó þessi jólin.

Ragga (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 48796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband