Það er einn af þessum dögum

     Það er eitthvað bogið við það hvað kvöldin eru farin að líða hratt hjá mér.  Áður en ég veit af er komið miðnætti og ég er svo reglusamur að rífa mig frá verkefnum og bloggi og koma mér í rúmið.  Það sem áður silaðist áfram er allt í einu komið á hraða ljóssins.  Hvað getur valdið því í þessu skammdegi.

    Í gær komst unglingurinn að því að hægt væri að misnota einlægni og aðdáun litla bróður því það var sama hvað brói spurði hann alltaf var svarað í einlægni „já“.  Það var mikið hlegið að þessu og hávær hlátrasköll vinanna innan úr herbergi heyrðust um alla íbúðina og ótrúlegar spurningar margar miður góðar lagðar fyrir og svarið var já við þeim öllum.  Eitthvað sá stóri bróðir svo eftir þessu því hann kom fram með hann í fanginu og sagði að brói elskaði hann samt mest af öllum.

       Dagurinn byrjaði vel,  ég vaknaði ferskur og laumaðist fram í von um að kúturinn gæti sofið lengur og ég sinnt morgunverkunum áður en hann vaknaði.  Á eftir mér stökk hann og ætlaði sko ekki að láta skilja sig eftir þarna í rúminu.  Upp um hálsinn á mér og vildi ekki sleppa sama hvernig ég reyndi.  Þetta er þá einn af þessum morgnum.  Með hann vafinn um hálsinn náði ég þó að sturta okkur, tannbursta mig, raka mig,  klæða mig, hella upp á kaffi, útbúa hafragraut, lesa blöðin, lesa póstinn osfrv.  Hann var eitthvað svo einbeittur í að sleppa ekki af mér hendinni þessi litli ljósálfur.  Framundan er dagur fundarhalda, einn tekur við af öðrum og best að vera vel stefndur.  Eigið góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Brjóttu nú ekki heilann í alveg öreyndir við að reyna að fatta af hverju þér líður vel, njóttu þess bara að þér líður vel ! Og góður dagur handa þér líka, í kjölfar þessa fína ÓlaPrik bross, sem ég sendi þér og kemur hérna :

Jónína Dúadóttir, 14.11.2007 kl. 11:47

2 Smámynd: Fiðrildi

 . . . það besta af öllu er að hafa svona pokadýr hangandi á sér.  Ekki laust við að ég öfundi þig því minn pokadýratími er líklegast búinn.

Fiðrildi, 14.11.2007 kl. 15:17

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég ætla að trúa þér fyrir því Júdas, að ég er farin að hafa ofurlitlar áhyggjur af henni Örnu vinkonu okkar....Hún sem sé elskar að þrífa og svo það sé nú ekki nóg áfall handa atvinnuletihaug eins og mér, þá langar hana líka til að börnin séu lítil lengur en þau eru lítil....

Jónína Dúadóttir, 14.11.2007 kl. 16:16

4 Smámynd: Júdas

 jújú,  þetta er soldið dularfullt, en stórlega vanmetinn tími ekki satt.  Ég á gamals aldri með lítinn kút þegar "félagarnir" spila golf og horfa á enska boltann á pubbum á miðjum degi.  Ég verð að segja að ég öfunda þá ekki og vildi ekki skipta.  Þar fyrir utan á ég enga félaga því ég hvorki horfi á fótbolta né spila golf.   Væri til í einn kút í viðbót en það er best að vera nægjusamur og þakklátur fyrir það sem maður hefur og á.

Júdas, 14.11.2007 kl. 18:02

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þið eru bæði svo mikil krútt

Jónína Dúadóttir, 14.11.2007 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 48796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband