Eru rauðhærðar konur öðruvísi?

       Á undan ungu konunni var það rauðhærða konan.  Hann sá hana á kaffihúsi í þorpi úti á landi og gat ekki hætt að horfa á hana.  Rautt hárið var svo fallegt, sítt, slegið og ögrandi, hrópaði á athygli og storkaði þeim sem á horfðu.  Kaffihúsaferðum fjölgaði og á endanum þurfti ekki að panta heldur var blikkað af löngu færi til hans og innan nokkurra mínútna var tvöfaldur expresso kominn á borðið ásamt óeðlilega miklu magni af súkkulaði.  Kvöld eitt í október í mikilli mannmergð var hann ásamt félögunum á þessum stað þegar hann finnur allt í einu að einhver nuddast við hann, strýkur á honum bakið neðanvert, rassinn og laumar svo hendinni í hönd hans og kreistir.   Það fór allt af stað innra með honum, hjartslátturinn upp úr öllu valdi og það kviknaði á tilfinningarofum sem hann þó þekkti. Nokkrum dögum síðar var hringt og seiðandi rödd rauðhærðu konunnar bauð góðan daginn.  Talað var um daginn og veginn á léttum tvíræðum nótum í langan tíma þangað til hún rífur vandræðalega þögn og segir við hann: „ Ég er gift“.  Ha!! gift, þú svona ung.  ja hérna,  minn maður varð orðlaus en kaffihúsaferðunum fækkaði ekki og dramatíkin tók völdin.  „Lemur hann þig“,  ertu að meina þetta og af hverju ertu þá með honum?  Vorkunn,  góður maður,  ætlar sér ekkert illt,  átti bágt í æsku, það er ekki næg ástæða til að eyða lífinu með einhverjum.  Okkar maður ætlaði sko að blanda sér í þetta og jafnvel bjarga þessari rauðhærðu prinsessu úr klóm ofbeldismannsins.  Kvöld eitt fyrir utan kaffihúsið stigu þeir óvænt báðir út úr bílum sínum á sama tíma, ofbeldismaðurinn og okkar maður.  Hetjan vatt sér að ofbeldismanninum rétti fram höndina eins og til að heilsa honum og um leið og hendurnar snertust læsti hann takinu og kallaði á nærstadda.   „Sjáið þennan mann. þessi maður lemur konuna sína“ .  Ofbeldismaðurinn sem ekki þekkti nýja óvininn reyndi að losa höndina en tókst ekki strax,  varð rosalega hræddur, tók til fótanna og hvarf.  Ungur, vitlaus bjargvætturinn vissi ekki að hann hafði komið af stað afdrifaríkri atburðarrás þar sem lögreglan kom við sögu, atburðarrás sem fylgdi honum reyndar eftir næstu níu árin. Farið er hratt yfir sögu. Rauðhærða konan skildi við ofbeldismanninn og tók saman við bjargvættinn.  Ástin var mikil og hitinn ofboðslegur.  Hann fullyrðir í dag að rauðhærðar konur séu öðruvísi,  bæði jákvætt og neikvætt.  Sumir segja að þær séu nornir og hann var ekki frá því að það væri rétt því svo mikil áhrif hafði hún á hann.  Þegar líða tók á sambandið kom barn oftar og oftar upp í umræðunni,  en fyrir átti vinurinn lítinn kút sem fylgdi honum eins og lítill sólargeisli hvert sem farið var.  Afbrýðisemi rauðhærðu konunnar var farin að trufla en nýr kútur eða lítið prinsessa myndi ábyggilega breyta þessu.  Ekkert gekk og eftir nokkur ár og nokkrar glasafrjóvganir  virtist ekkert ætla að ganga upp.  Biturð og vonbrigði fóru að hafa áhrif og að lokum varð það ljóst að sambúðinni yrði að ljúka en þá voru níu ár liðin.   Í dag hugsar hann til hennar hlýlega og minnist allra góðu eiginleikanna sem hún hafði,  gleðina og lífsleiknina, og hvernig hún stjórnaði líðan sinni á margan hátt með rökum gagnvart sjálfri sér.  Hún var einstök, seiðandi og falleg; engill eða norn.  Ég sakna þín stundum!  Ég meina hann saknar hennar stundum.  Hún sagðist aldrei hætta að elska hann en í dag elskar hún mann í fjarlægu landi því leið hennar lá út í heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mjög góð færsla

Jónína Dúadóttir, 14.11.2007 kl. 22:51

2 Smámynd: Fiðrildi

Flestir þeir sem hafa verið í tygjum við rauðhærðar konur segja það já . . . á jákvæðan hátt.   Kannski það var þess vegna sem ég reyndi að vera rauðhærð í sumar ?   Ég hef nú heyrt að þær dökkhærðu séu samt alltaf bestar þegar að á reynir

Fiðrildi, 14.11.2007 kl. 23:00

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ertu viss um að þú hafir heyrt rétt dúlla ? Ég er nefnilega ekki dökkhærð

Jónína Dúadóttir, 14.11.2007 kl. 23:02

4 Smámynd: Júdas

Getur verið að háraliturinn komi þessu ekkert við?  Allar konur eru frekar furðulegar,  gleðja mann um tíma en gera mann svo dapran fram úr hófi.  Maður getur meira að segja orðið dapur út af konum sem maður þekkir ekki neitt og hefur jafnvel ekki séð.  Hvað er þetta eiginlega með konur og því einbeitir Íslensk erfðagreining sér ekki að því að finna upp bóluefni til að koma í veg fyrir hrifningu og ást.  

Júdas, 14.11.2007 kl. 23:15

5 Smámynd: Fiðrildi

 . . konur eru nú frekar auðveldar og einfaldar . . . allavega ef ég miða bara við mig.   Það eru karlmennirnir . . . og sérstaklega þeir eldri sem eru svo hræddir við allt sem kallast tenging.  Ég ætla bráðum að fá mér vinnu hjá Kára og fá hann til þess að finna upp bóluefni gegn sambandsfælni.    Svo geta allir parast og verið hamingjusamir til æviloka. 

Jónína . . . þetta var bara hrein öfundsýki í mér . . . langaði alltaf að vera ljóska

Fiðrildi, 15.11.2007 kl. 00:02

6 Smámynd: Júdas

Ég flokkast víst undir karlmann í eldri kantinum en held að hjá mér sé það ekki hræðslan við að tengjast sem ræður för heldur  minningin um sársaukann við að aftengjast  og það ekki í fyrsta skipti.  Gætir þú ekki þegar þú ferð að vinna hjá Kára fundið þetta sambandsslitasársaukagen og unnið eitthvað með það?  Þá væri málið leyst.

Júdas, 15.11.2007 kl. 06:39

7 identicon

Öðruvísi já... kannski, ég er samt bara plat rauðka svo ætli ég sé ekki bara ósköp venjuleg.

Ragga (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 07:04

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú hefur elsku kallinn í þér smá þunglyndisgen, sem þyrfti fyrst að snúa sér að. "Í upphafi skal endirinn skoða" var ekki meint um sam/tilfinninga/hjónabönd ! Flest annað samt... Sérðu ekki sjálfur hversu kjánalega þetta hljómar : að þora ekki að byrja samband af ótta við að því ljúki einhvertímann... Þarna þarf að taka all svakalega U-beygju : Fínt að fara varlega en ef við finnum einhvern til að elska sem elskar okkur líka, þá á njóta þess á meðan það varir og gera okkar besta til að láta það endast ! Púff... karlmenn... Hélt líka þessa ræðu yfir núverandi spúsa, erum að skríða inn í sjöunda sambúðarárið okkar

Jónína Dúadóttir, 15.11.2007 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 48796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband