Frelsið er ekki í sjónmáli

      Ég fann það í nótt í gegnum svefninn að ég færi dapur inn í þennan dag og finn það núna þegar ég er kominn á fætur að líklega verður það þannig.  Það er samt ekkert endilega slæmt hlutskipti því það er nú einu sinni þannig að þegar maður er hryggur eða dapur er eins og sálin dragi í sig eins og svampur allskyns vangaveltur og  staðreyndir úr umhverfinu,  rökræði við sjálfa sig og dragi upp táknmyndir og líkingar og tilgangurinn auðvitað sá að búa mann undir næstu gleði stundir.   Það sýnir manni hve gleymin við erum þegar okkur líður vel og hve miklir nautnaseggir við erum í að viðhalda leiksýningum til þess eins að líða vel.  Hann sagði að sannleikurinn myndi gera mann frjálsan og ætla ég ekki að efast um það en frelsið er allavega ekki í sjónmáli þennan hálftímann, gæti verið það þann næsta.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég er nú ekki oft kjaftstopp....... En ég á það nú samt til að hugsa áður en ég spýti út úr mér heilræðunum, heilu ræðunum..... Að öllum samböndum slepptum, getur verið að þú hafir ekki nóg við að vera ? Má ég stinga upp á alvarlegri líkamsrækt í minnst hálftíma á hverjum degi..... í mestu vinsemd

Jónína Dúadóttir, 15.11.2007 kl. 07:19

2 Smámynd: Fiðrildi

Nei ekki þennan dapra tón.  Lífið er yndislegt og allt fullt af skemmtilegheitum og upplifun framundan.  Leiksýningin sem þú talar um getur alveg haldið áfram.  Gerðu hana bara að lífi þínu og sannleika.  Kannski var sorgin þér ætluð til þess að upplifa gleðina sem bíður þín.

Cheer up boy  . . . og njóttu rigningarinnar

Fiðrildi, 15.11.2007 kl. 07:38

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Væni minn þú ert allavega ekkert að missa bloggvini

Jónína Dúadóttir, 15.11.2007 kl. 07:45

4 Smámynd: Júdas

Höldum okkur á jörðinni í þessu. Ég er ekki á leið í snöruna og er ekki þunglyndur. Ég er bara dapur. Líkamsrækt stunda ég nokkrum sinnum í viku ásamt fullri vinnu og barnauppeldi. Svona er bara lífið. Ég vil samt ekki missa vini..... Er ekki von á rigningu?

Júdas, 15.11.2007 kl. 07:54

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skrítið... færslan mín er komin á undan færslunni sem ég var að skrifa svar við

Jónína Dúadóttir, 15.11.2007 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 48796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband