Fann þetta á mér

     Eitthvað hef ég fundið á mér í morgun að dagurinn yrði þungur því hlutir tengdir vinnunni minni dundu á okkur í dag eins og súrt álegg á myglað brauð því ekki fór ég nú beint ferskur að heiman.      Ég þurfti að bregða mér strax kl 9 úr bænum og bara rigningin ein og  sér náði að róa huga minn og  sá ég ástæðu til að stöðva bílinn, rölta út í rigninguna og draga andann nokkrum sinnum.  Hvað er þetta eiginlega við rigninguna sem hefur svona mikil áhrif á mig?   Þegar til baka var komið tóku vinnuvandamálin við og hefði ég betur rölt áfram úti í rigningunni og látið mig hverfa en það var víst ekki í boði.

Það er eins og  litli kúturinn hafi fundið þetta á sér þegar ég sótti hann í dag og einsett sér að tæma nú rafhlöðu föður síns algjörlega því það er nánast allt búið að fara í gólfið af matarborðinu sem hægt er að henda í gólfið og subba sem mest.  Kostirnir við svona dag eru samt þeir að líkurnar á tveimur svona dögum í röð eru ekki miklar og ef við gefum okkur að þeir séu fimm svona slæmir á ári erum við að tala um ca 1,096% líkur á því ef við tökum það ekki inn í reikninginn að árslokin nálgast.  Guði sé lof.  

Tölvupóstur eins og sendur af himnum færði mér vellíðan og ró.  Ég ætla að baða kútinn minn og koma honum niður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sumir dagar......

Jónína Dúadóttir, 15.11.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 48796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband