15.11.2007 | 19:36
Fann þetta á mér
Eitthvað hef ég fundið á mér í morgun að dagurinn yrði þungur því hlutir tengdir vinnunni minni dundu á okkur í dag eins og súrt álegg á myglað brauð því ekki fór ég nú beint ferskur að heiman. Ég þurfti að bregða mér strax kl 9 úr bænum og bara rigningin ein og sér náði að róa huga minn og sá ég ástæðu til að stöðva bílinn, rölta út í rigninguna og draga andann nokkrum sinnum. Hvað er þetta eiginlega við rigninguna sem hefur svona mikil áhrif á mig? Þegar til baka var komið tóku vinnuvandamálin við og hefði ég betur rölt áfram úti í rigningunni og látið mig hverfa en það var víst ekki í boði.
Það er eins og litli kúturinn hafi fundið þetta á sér þegar ég sótti hann í dag og einsett sér að tæma nú rafhlöðu föður síns algjörlega því það er nánast allt búið að fara í gólfið af matarborðinu sem hægt er að henda í gólfið og subba sem mest. Kostirnir við svona dag eru samt þeir að líkurnar á tveimur svona dögum í röð eru ekki miklar og ef við gefum okkur að þeir séu fimm svona slæmir á ári erum við að tala um ca 1,096% líkur á því ef við tökum það ekki inn í reikninginn að árslokin nálgast. Guði sé lof.
Tölvupóstur eins og sendur af himnum færði mér vellíðan og ró. Ég ætla að baða kútinn minn og koma honum niður.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sumir dagar......
Jónína Dúadóttir, 15.11.2007 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.