Í einfaldleika mínum

     Það er berst að ganga jákvæður og glaður inn í þennan dag því samkvæmt tölfræðinni ætti hann að verða miklu betri en sá í gær.  Eftir erfiðan gærdag og eldhúsþrif ákvað ég að setja kútinn snemma í rúmið í von um að draumalöndin væru ekki langt undan.  Í einfaldleika mínum trúði ég þessu en hann var með önnur plön og reyndi á pabba gamla til hins ýtrasta.  Nokkrum sinnum hélt hann að áformin um að svæfa þann gamla hefðu tekist og rólega var reynt að fikra sig aftar og aftar í rúmið en þá var gripið í hann og hann dregin aftur upp og undir sæng.  „Pabbi þinn er nú eldri en tveggja vetra liti púki „ en honum hefur nú reyndar oft tekist þetta en ekki í þetta skiptið.  Síðan upphófst langur tími þar sem koddinn var settur upp á pabbann, lagst endilangur ofan á karlinn og sængin dregin yfir.  Augnabliki síðar rúllaði hann af honum en þá var þetta bara endurtekið.  Þvílík þolinmæði.  Að lokum sofnaði kúturinn en ekki pabbinn.

     Framundan er löng vinnuhelgi en kúturinn litli fer til mömmu sinnar í dag og ég farinn að sakna hans nú þegar.  Mér gengur illa þessa dagana að koma tilfinningum mínum á blogg en ef til vill er það bara kostur.  Það er aldrei að vita nema ég nái af mér þessum hýra pissudúkkustimpli  sem hlýtur að vera komin á mig en ég lofa þó engu.  Sumt endurtekur sig bara.

     Ég er búinn að lofa sjálfum mér því í huganum að æfa grimmt þessa helgi þrátt fyrir vinnuna en  það verður víst að segjast að Júdas hefur svikið sjálfan sig í einfaldari loforðum en þessum svo við skulum bara sjá til með þetta.   Einnig ætlaði ég að rölta mér inn á bókasafn eftir áratuga fjarveru frá þess lags stofnun og ekki til að upplifa Susssið sem ég fékk ævinlega hér í denn heldur í leit að ljóðabókum.  Þetta má ég ekki svíkja Júdas.

Eigið góðan dag og munið að rigningin sefar.

Ps.  Samkv. orðabók hefur orðið sefar þessar merkingar en ég tengi bara fyrstu fjögur orðin við rigninguna svo misskiljið mig ekki. Blush

róa, friða, draga úr, hugga, fróa
sefa grát


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag, þú þarna "hýra pissudúkka" Þrátt fyrir þunglyndistóninn, sem mér virðist nú samt vera töluvert á undahaldi hjá þér, þá hef ég alltaf gaman af því að lesa pistlana þína og kann alveg sérstaklega vel að meta  kímnina, sem þú hefur í ríkum mæli. Og líka hvað þú skrifar gott mál og vandað, án þess þó að vera tilgerðarlegur. Ég nefnilega set það fyrir mig ef, íslenskir, pistlahöfundar hér skrifa ekki góða íslensku...  Njóttu dagsins og horfðu sérstaklega á hversdagslegustu hlutina, þeir eru oft merkilegastir ef vel er að gáð

Jónína Dúadóttir, 16.11.2007 kl. 07:47

2 Smámynd: Fiðrildi

Ég er enn hýrari pissudúkka en þú og veitti auðvitað byrjuninni mestu athygli.  Sá fyrir mér ljóslifandi þessa fallegu kvöldstund ykkar feðga.

Góða vinnuhelgi . . . megi rigningin dynja á þig :)

Fiðrildi, 16.11.2007 kl. 10:17

3 Smámynd: Júdas

Þakka hólið Jónína, en ég er ekki alveg að sjá þetta í hendi mér og ekki kímnina heldur en gott mál.  Hef alltaf verið dálítið viðkvæmur fyrir stafsetningu. 

Það stefnir í keppni milli okkar Arna með það hvort okkar er hýrari pissudúkka.  Ég er minna hræddur við það en latexgallann.         Dagurinn var bara góður svo líkindin eru líklega bara rétt hjá mér þótt ég nennti ekki að reikna þetta í þaular.

Júdas, 16.11.2007 kl. 18:23

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heyrðu drengur minn, hlustaðu á þér eldri og vitrari....kannski smáykjur þarna með vitrari, en ég er bara að segja það sem ég meina ! Trúðu mér bara það er alveg óhætt ! Þið pissudúkkurnar eruð æðisleg, bæði tvö og mér þykir vænt um að þið skuluð vera bloggvinir mínir

Jónína Dúadóttir, 16.11.2007 kl. 19:09

5 Smámynd: Júdas

Sömuleiðis..................elskurnar, þið eruð frábærar.  

Júdas, 16.11.2007 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 48796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband