17.11.2007 | 07:15
"samvisku þinnar,var svarið"
Það var einmanalegt að leggjast einn til hvílu og hafa ekki kútinn til að hjúfra sig upp að og engan til að annast í nótt. Þegar sá eldri kom heim úr vinnunni í gærkveldi dauð þreyttur hafði hann orð á því hvað allt væri hljótt, en þetta eru jú endurtekningar því okkur líður svona aðra hverja viku. Framundan er ferð í Laugar og síðan vinnudagur en draumurinn að geta tyllt sér í tuttugu mínútur á kaffihúsi og sopið einn tvöfaldan espresso. Það er ekki flókið að gleðja einfeldninginn og ómögulegt að segja nema að hámarkinu eina sanna væri hreinlega náð með því einu að drekka tvöfaldan espresso í rigningu. Það væri reynandi því annað er ekki upp á teningnum hjá honum þessar vikurnar og mánuðina. Ætli verði fjallað um það í næstu bók hjá Þorgrími Þráins, hvernig gleðja á karlmann? Ég er hinsvegar sallarólegur yfir þessu og ætla að bíða, bíða eftir einhverju, bíða eftir leyfi frá samviskunni.
Framundan er góður dagur og fallegur þótt ég viti ekki veðurspá eða annað en það er ljóst að tómleikatilfinninguna ætla ég að hrista af mér á fyrstu metrunum svo mikið er víst. Hlakka til.
Áðan lagði
ókunn hönd
laufblað fölnað
í lófa minn.
Boð hvers, ég spurði,
berð þú mér?
Samvisku þinnar,
var svarið.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og er þetta ekki bara góður dagur það sem af er
Jónína Dúadóttir, 17.11.2007 kl. 12:27
Tja......heiðarlegt svar? Það skemmdi daginn að ég er búinn að sakna kútsins svo rosalega að ég var að brjálast á tímabili. Annað gekk ágætlega upp en þetta skemmdi. Ég kem mér í þessa stöðu eða er komið í hana, ég veit ekki hvort en hún rífur niður.
Júdas, 17.11.2007 kl. 19:50
Stundum er gott að bíða . . . en á meðan er hægt að nota tímann vel. T.d með því að njóta og annast sjálfan þig. Þú getur litið á það sem einskonar undirbúning fyrir sjálfa "keppnina". Vertu tilbúinn til að vinna þegar að hún kemur . . . og ekki með naumindum, heldur örugglega ;)
engin (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 22:32
Þakka góð og huggunarrík orð, ég óttast þó að ég fljóti aðeins með......................
Júdas, 17.11.2007 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.