17.11.2007 | 23:58
Ekki sá besti en ekki sá versti
Ekki sá besti en ekki sá versti, þetta á bæði við um daginn í dag og sjálfan mig í dag og ef til vill alla daga. Er það ekki meðalmennskan í hnotskurn? Ég veit stundum ekki hvers ég sakna en eitthvað nagar mig að innan og dregur úr mér allan þrótt. Þegar ég hugsa til drengjanna minna líður mér betur þá stundina en illa hina. Þetta er klisja svo flettið fram hjá þessu frekar en að láta þetta ergja ykkur. Þetta er skrifað fyrir sjálfan mig og er endurtekning á endurtekningu ofan. Ég íhugaði að hætta að blogga af skömm því þetta er alltaf það sama en þetta eru samt bara hugsanir mínar og líðan. Það er alveg klárt að annan helminginn vantar en það er ekki ljóst af hverju ég tapa þeim alltaf með staðföstum vilja. Það er ráðgátan.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Finndu fyrst sjálfan þig og elskaðu. Þá verður auðveldara að fylla upp í það sem vantar. 'Attu ljúfa nótt og leyfðu þér að dreyma hvað það sem hugurinn girnist. Allt byrjar með draumum . . .
Góða nótt
engin (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 00:11
góða nótt.
Júdas, 18.11.2007 kl. 00:19
Góðan dag ! Lífið er klisja sem endurtekur sig í sífellu, þannig að hugrenningar þínar stinga ekkert í stúf. Hjálpar það að skrifa hér hvernig þér líður ? Ef já, haltu því þá áfram, þú ert jú að skrifa þetta fyrir sjálfan þig. Ef nei, hættu því þá og snúðu þér að einhverju öðru í staðinn. Mín prívatskoðun er sú að mér þætti leiðinlegt ef þú hættir.... ef það hefur eitthvað að segja.....
Jónína Dúadóttir, 18.11.2007 kl. 06:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.