18.11.2007 | 10:12
Hver hlutur og líðan hefur sinn tíma
Morgnarnir eru minn tími og þá líður mér best. Ég sit á kaffihúsinu með espresso hlusta á blásturinn frá kaffivélinni og horfi yfir tómt kaffihúsið. Rósir í blómavösum á borðunum eru við það að ná hátindi fegurðar sinnar en óvíst hvort þær lifi til kvölds. Það er dapurlegt að ég skuli vera sá eini sem sé þær, nýt þeirra og tek eftir þeim en það gæti breyst. Þegar ég tek ákvörðun eins og í gærkveldi að sitja heima þrátt fyrir sáran söknuð og vanlíðan en taka ekki þátt í gleði lífsins, jólahlaðborði félaganna, eða fjöri skemmtistaðanna eru það morgnarnir sem ég set á vogaskálarnar og þeir einfaldlega vega þyngra. Þá líður mér vel, þá er ég glaður og þá ráfa ég ekki um í huganum eins og dýr í búri. Mér líður ekki svona þegar kúturinn er hjá mér, þótt hann sofi og ég á verði. Þá er tilgangur með öllu og sál mín róast. Mér leið ekki heldur svona þegar hún var hjá mér, þá var líka tilgangur með öllu. Sá eldri var heima hjá félögunum að spila og kom glaður heim þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af honum. Hann er glaður og ég er glaður Núna.
Ég gæti barið í borðið og hætt allri depurð, ákveðið að stökkva út og njóta lífsins, fundið konu og notið hennar, fundið gleði og hlegið dátt. En veit að það væri eins og að hætta að drekka á hnefanum einum og ég trúi því að ég hafi ekki þjáðst nóg. Ég trúi því að ég sé að taka út mótvægið við gleði og hamingju undanfarinna ára því fyrir ekki svo ýkja löngu sagði ég við dapra konu sem var konan í lífi mínu, að ég þekkti varla depurð og vanlíðan nema af afspurn. Ég fullyrti það að ef ég fyndi ekki til gleðitilfinningar minnst einu sinni til tvisvar á dag færi ég að hafa áhyggjur og yrði verulega hræddur.
Ég er samt ekki hræddur, mér líður bara ekkert sérstaklega vél á sumum stundum og það gengur yfir og um það er ég sannfærður. Ég ætla að taka út þetta tímabil því ég hef átt svo mörg ár í gleði og hamingju svo ef til vill læri ég góða lexíu, verð skilningsríkari og tillitsamari en ég var. Betri maður og betri faðir, minni svikari og virði umhverfið enn meir. Elska hversdagsleikann ennþá meira og fæ fleiri og lengri sælutilfinningu en nokkru sinni. Ég þakka góðum Guði fyrir hvert skref, bæði í gleði og sorg og rifja upp feril Jobs sem fór úr gleði í sorg, alsnægtum og auðlegð í skort og fátækt en til baka aftur í margfalda gleði og allsnægtir. Ég hendi í loftið ljóði sem góður maður orti til mín og setti á vatnslitamynd sem hann gaf mér fyrir mörgum árum og læt staðra numið í bili. Gangið vongóð inn í þennan dag og munið að hver hlutur og hver stund hefur sinn tíma.
Hvort heldur vindurinn leikur í laufi,
eða næðir um naktar greinar,
Syngi þér söngfugl hjartans,
sönginn um gleðina.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nokkurnveginn það sama og ég er búin að vera að predika yfir honum bloggvini okkar hér
Jónína Dúadóttir, 18.11.2007 kl. 16:36
mm . . þetta er svo fallegt ljóð. Hvaða læknir orti það ?
Fiðrildi, 18.11.2007 kl. 19:02
Æ, blessað lífið Takk Gylfi og Þú Jónína ert tryggur vinur. Mér finnst ég stirðbusalegur bolggari en það er gott að heyra þetta. Ég ætla mér að blogga frá hjartanu en þið ættuð samt að vita hvað ég er "svalur" á velli . Fólk fellir dóma yfir náunganum hægri vinstri en hefur enga hugmynd um það innra bærist og þau gildi sem stjórna lífi viðkomandi.
Arna, hann heitir Úlfur Ragnarsson og var ábyggilega yfirlæknir á Kristnesi í gamla daga, fjölhæfur listmálari, skáld og andans maður.
Gleymdi nærri því að segja að Arna væri líka tryggur vinur.
Júdas, 18.11.2007 kl. 19:19
Við vitum auðvitað að þú ert svakalega svalur
Jónína Dúadóttir, 18.11.2007 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.