19.11.2007 | 08:06
Þú gekkst út á engið græna
Þetta er dagurinn, ég finna það. Spenna í loftinu og ég stoppaði óvenju lengi fyrir framan spegilinn áðan eins og til að sannfæra mig um eitthvað. Svaf vel, æfði alla helgina og vann hana reyndar líka. Er búinn að vera á léttu fæði líka svona til að kóróna þetta. Loftið er læviblandið. Ég er að bræða það með mér að fara á tvær æfingar í dag en veit ekki hvort vinnan bíður upp á það. Litli kútur kom augnablik í heimsókn í gærkveldi en ég hef ekki séð hann alla helgina. Gat það verið betra og svo auðvitað rafrænu samskiptin. Þau voru mér í hag. Getur það verið? Eða er þetta mér í óhag? Einhver heldur í þræðina þessa dagana. Unglingurinn var að koma fram og það er alveg ljóst á þessu heimili hver fer snemma að sofa og hver seint en það er líka alveg ljóst hver er sá gamli og hver er sá ungi. Kaffibolli er ef til vill lykillinn að þessum degi.
Þú gekkst út á engið græna
þá götu sem margur fer.
Á leið þinni fiðrildi fannstu
það flaug upp í hendur þér.
K.Djúp.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rétti andinn
Jónína Dúadóttir, 19.11.2007 kl. 09:38
Eitt af því skemmtilegasta sem ég gerði í skóla var að túlka ljóð . . . en ég gerði það oftast öðruvísi en allir aðrir. Þetta finnst mér fallegt ljóð . . . nema önnur línan . . . hana hefði Kristján átt að hafa öðruvísi. Hún dregur svo úr fegurðinni . . . finnst mér.
Áttu góðan dag.
Fiðrildi, 19.11.2007 kl. 11:21
Vinurinn hefur bara ekki fundið neitt annað orð með g-i svo höfuðstafurinn yrði réttur. Spurning um grund............
Júdas, 19.11.2007 kl. 17:00
. . þá götu sem enginn fer . . . finnst mér betra því það gerir leiðina sérstaka . . . en það er kannski bara vegna minnar túlkunnar.
Fiðrildi, 19.11.2007 kl. 17:20
aha, erindin eru tvö í viðbót en mér fannst aðeins þetta fyrsta tala til mín í dag. Hin koma seinna.
Júdas, 19.11.2007 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.