27.11.2007 | 11:36
Ég átti samtal við Guð
Þetta er einn af þessum dögum sem ég skil ekki. Allt gengur sinn vana gang í morgunsárið þar til ég keyri af stað í vinnuna, þá er eins og ég fyllist tómleika sem engan enda ætlar að taka. Þegar ég segi þetta upphátt er þetta kunnuglegt og ég hef heyrt þetta áður? Ekki ólíklegt en það er líka ekkert ólíklegt að þessi tómleiki sé í hjörtum margra en þeir eru bara ekki sérmerktir eins og þeir ættu að vera. Jólaundirbúningurinn fer að fara af stað en um mánaðarmótin ætti maður að hella sér í þetta. Ég veit ekki hvort það verður þannig núna. Kannski maður ætti að draga þetta fram desember því það dreifir ábyggilega huganum en ef allt væri nú tilbúið of snemma verður of mikill tími til að hugsa.
Ég átti samtal við Guð, um daginn og veginn, dagana og vegina sem í ónefndri bók voru bara tveir en mér hefur einhvernvegin tekist að gera slóðirnar fleiri og það var einmitt það sem ég vildi ræða við hann. Hann þagði en ég talaði, afsakaði þetta og afsakaði hitt en hann þagði. Ég sagði í spaugi eða hugsaði ég það........að ef til vill hefði ég átt að vera farþeginn og hann við stýrið en eftir að hafa hlegið svolítið með sjálfum mér held ég að ég hafi hitt naglann á höfuðið. Hver veit? Mér skilst að þú sért þolinmóður, heyrt það eða lesið, en það þarf nú gott betur en það við mig. Getur það verið að miðjubarna-syndrumið hafi stjórnað þessu eða röð af einhverjum atburðum, en þegar ég lít til baka var aldrei nein röð af neinu. Ég valdi og ætlaði að standa við það. Ég valdi en stóð ekki við það. Ég valdi..........en valdi aftur. Eða valdi alltaf einhver fyrir mig? Hvað má maður gera oft í svona spili?
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þangað til það gengur upp
Jónína Dúadóttir, 27.11.2007 kl. 11:51
Sammála Jónínu. Ég átti ekki ósvipað samtal við Jesú um daginn . . finnst einhverra hluta vegna betra að tala við hann. Svörin komu að vanda miklu síðar og skildu eftir sig fleiri spurningar en upphaflega.
Ég hef samt færst nær . . . ekki markmiði mínu en vilja mínum. Kannskier þú líka að læra betur hvað þú vilt. Stundum þykjust við vita hvað við viljum en gerum það ekki.
Vonandi fyllir Guð tómarúmið á morgun þegar að þú keyrir í vinnuna ;)
Fiðrildi, 27.11.2007 kl. 21:30
Það er alveg á hreinu að tómarúmið verður ekki alla tíð. Að minnsta kosti held ég fast í það. En hve lengi það verður veit ég hinsvegar ekki ;) .
Hver hlutur undir himninum hefur sinn tíma................
Júdas, 27.11.2007 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.