Ljóðabækur í poka

     Þessi dagur á enda.  Furðulegheitin fjöruðu hægt og sígandi út og ég endaði í Elkó til að kaupa þvottavél handa kútnum og mömmu hans.  Sótti svo kútinn á leikskólann og við fórum saman á bókasafnið í Tryggvagötu.  Hann var nú ekki alveg á því að vera rólegur og spakur því  það var svo margt annað að skoða en bækur svo við röltum út um allt og skoðuðum.  Nokkrar ljóðabækur enduðu þó í poka og gerður samningur um það að næsta ferð yrði eingöngu farin í barnabókadeildina.  Þegar heim var komið tók á móti okkur hreingerningalykt því unglingurinn hafði þrifið gólfin, þurrkað af og hent í þvottavélar svo við ákváðum að panta okkur mat.  Litli kútur er búinn að vera svo ærslafenginn  síðustu daga að í gærkveldi og nú í kvöld var farið í rúmið klukkan hálf átta og vinurinn farinn á flakk með Óla lokbrá fyrir átta.    Þá var bara eftir að brjóta saman þvottinn en ég mæli með því að upp verði tekin mælieiningin „rimlarúm“ yfir magn af þvotti því þangað er honum hellt og þetta var einmitt eitt rimlarúm af þvotti sem ég braut saman.  Það er ábyggilega margt verra til en það að brjóta saman þvott þótt ég muni ekki eftir neinu í augnablikinu en þetta er bara í boði hússins og það væri helber dónaskapur að taka ekki slíku boði.  Kvöldinu verður svo eitt í  ljóðalestur, kaffidrykkju, vangaveltur og bið.  Bið eftir hverju?  

 

Við biðum, við biðum

og brjóst okkar titruðu

í ögrandi þögn.

 

Eftir örstutta stund

skal það ske.

Eins og kristalstær goðsögn

mun það koma

og fylla líf okkar

óþekktri angan.

 

við biðum, við biðum

og að baki okkar reis

einhver hlæjandi ófreskja

og hrópaði:

Aldrei!

Það skeður aldrei!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fiðrildi

Hí hi . . skemmtilegt ljóð þrátt fyrir endinn.  Þú lýsir hreint yndislegum degi og ættir að vera hoppandi kátur yfir honum.  Getur verið að drungaleg löngunin sé að skyggja á litríka og fallega hamingjuna . . . sem er greinilega til staðar ?

Fiðrildi, 27.11.2007 kl. 22:40

2 Smámynd: Júdas

ja, menn geta farið allra sinna ferða þótt haltir séu, ;) , og geta gert flesta hluti.  En þeir geta bara ekki dansað og alls ekki tangó.

Þarf ekki tvo í tangó?

Júdas, 27.11.2007 kl. 23:10

3 Smámynd: Fiðrildi

 . . ó nei . . ég hef iðulega og oft dansað tangó við skugga framtíðarinnar . . . :)

Fiðrildi, 27.11.2007 kl. 23:55

4 Smámynd: Júdas

.......................skugga framtíðarinnar..........það hljómar i bæði fallega en um leið svolíti ógnvekjandi................skuggi framtíðar, ég þarf að finna hann.

Getur það gerst að skuggi fortíðar og skuggi framtíðar taki tangóinn saman og ég horfi á ? 

Júdas, 28.11.2007 kl. 06:56

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hm... vitiði, ég ætla að láta nægja að bjóða bara góðan dag og senda alla góðu englana til að fylgja ykkur inn í daginn...

Jónína Dúadóttir, 28.11.2007 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband