Skuggi framtíðar

     Viðfangsefni mitt í dag gæti verið það að finna skugga framtíðar.  Ég stend mig iðulega og oft að því að láta skugga fortíðar væflast um sálarfylgsni mín í gremju og depurð yfir því að hafa brugðist svona og hinsegin við hinu og þessu, ekki gert hlutina af sannfæringu eða ekki lagt í þá alla þá alúð og þolinmæði sem til var ætlast af mér.  Þetta gerir það að verkum að þrátt fyrir ágætis daga liggur þetta alltaf rétt undir yfirborði sálarinnar tilbúið að rísa upp og minna á sig við margvísleg tækifæri.  Á sumum stundum þótti mér þetta hið mesta skrímsli en kom á það böndum og gat með því einu að brosa og „klappa því á kollinn“ haldið því undir yfirborðinu án vandkvæða.  Síðustu mánuði hefur það risið hærra en venjulega og ég jafnvel ekki nennt að amast við því,  leyft því að koma upp og æpa á mig því margt af því sem heyrist þar og ef til vill allt, er alveg rétt.  Ég veit hins vegar að sá dagur kemur að það verður barið niður og jafnvel kafkeyrt dýpra en það hefur nokkru sinni farið en þetta er aðeins spurning um tíma.  

     Við tölum oft um skugga í voveiflegu samhengi tengdu ótta og getum varla ímyndað okkur hvað í þeim leynist en gleymum því að skuggar eru líka kærkomnir og verða oft uppspretta leikja lítilla kúta.  Þeir elta þá, reyna að ná þeim og skilja ekkert í þessum furðulegu fyrirbærum sem eru svo nálægt þeim,  herma eftir þeim í öllu, fylgja þeim eftir en leggja svo á flótta ef reynt er að nálgast þá.  Í sjóðheitri veröld verða skuggarnir að sælureitum þar sem þeir jafnvel verða eini griðastaður nálægðarinnar og veita þreyttum og sveittum þann svala sem þarf til að endurnærast og búa sig undir að takast á við næstu áskoranir eða komandi verkefni.  Þannig virðast skuggar hafa tvær hliðar og kannski fleiri úr því þeir  líkna og leika, endurnæra og gleðja, ásamt því að valda ótta og skelfingu því fáir vita hvað í skuggunum leynist  eða hvað?

     Skuggi framtíðar er mér hinsvegar algjörlega hulinn og því leita ég hans.  Ég hélt fyrst þegar ég heyrði um hann að hann væri ekki til og síðan að þetta væri slæmt fyrirbæri en tel núna að hann sé ef til vill til og sé góður, jafnvel eftirsóknaverður.  Getur verið að hann eigi eftir að gleðja mig og kæta,  faðma mig og strjúka, líkna mér og hjúkra?  Verður hann kannski eina athvarf mitt og eina skjól mitt?  Verður hann kútunum mínum góður?  Á ég eftir að þrá hann og leita til hans öllum stundum, Jafnvel elskast með honum?  Verður hann alltaf nálægt mér og fylgir mér eftir í blíðu og stríðu?  Verður hann vinur minn? Eða verður hann beiskari en allt sem ég áður hef kynnst?  Undir niðri finnst mér eins og ég leggi þessar línur sjálfur, og skapi mér minn eigin skugga.

Segir ekki máltækið „ Hver er síns skugga smiður“  , eða var það ekki þannig?   Við skulum allavega velta upp þessari hugmynd og þessum möguleika að hann sé skapaður af okkur í nútíð frekar en fortíð og þá höfum við þetta algjörlega í okkar höndum...........

Júdas er samt ekki alveg viss.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Nú má ég til að hæla þér: þú ert að verða svo rökréttur með þetta, mér virðist aðeins farið að örla á nefinu á þér upp úr depurðinni

Jónína Dúadóttir, 28.11.2007 kl. 12:45

2 Smámynd: Fiðrildi

Já ég held svei mér líka að þú sért á réttri leið.  Skuggar hafa alltaf verið eitthvað jákvætt í mínum huga.  Þá er einmitt hægt að móta, fela og leika sér að.

Fiðrildi, 28.11.2007 kl. 12:53

3 Smámynd: Júdas

Ég hef nú samt ekki fundið þennan eða þessa skugga framtíðar...........svo við skulum ekki fagna......

Júdas, 28.11.2007 kl. 15:46

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Um að gera að fagna við öll tækifæri, alveg sérstaklega þau allra smæstu

Jónína Dúadóttir, 28.11.2007 kl. 18:49

5 Smámynd: Fiðrildi

Ef þú hefðir fundið þá . . þá tilheyrðu þeir varla framtíðinni  . . þú átt að hlakka til ævintýra og óvissu þeirra !

Fiðrildi, 28.11.2007 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband