2.12.2007 | 22:33
Ég votta þeim mína dýpstu samúð
Ég er búinn að hugsa mikið um það frá því í gærkveldi hve takmarkalaus sorg það hlýtur að vera að missa barnið sitt. Þar sem ég sit í stofunni og renni augum yfir sé ég allskonar hluti og dót sem kúturinn minn á og hefur skilið eftir, uppáhalds bíllinn hans, lítill blár, sjónvarpsstóllinn hans sem hann var svo glaður að eignast, passar honum algjörlega og þegar ég kom með hann heim stökk hann strax í hann og vissi upp á hár að þennan stól átti hann einn og enginn annar. Tuskukrókódíllinn hans sem er ljótari en allt en hann elskar hann og tók hann með á leikskólann þegar það voru bangsadagar um daginn. Allir með bangsa mjúka og fallega en félaginn með forljótan krókódíl sem heitir Kiddi krókó og hann elskar hann skilyrðislaust. Dótakassinn hans þarna í horninu og mynd í ramma sem ég tók af honum horfandi út um eldhúsgluggann með blómvönd sér við hlið. Í bókaskápnum er búið að ýta öllum bókum langt inn í skápinn í hillu tvö og þrjú en lengra upp nær hann ekki. Ég veit að ég sé hann í vikunni og sæki hann á leikskólann á föstudaginn og við verðum saman í viku. En auðvitað bara ef Guð lofar..................það er skilyrðið en maður gengur út frá þessu vísu.
Það gerðu líka foreldrar litla drengsins í Reykjanesbæ sem klæddu hann til útiveru og reiknuðu með því það hann kæmi inn aftur og kossar á enni og kinnar ásamt faðmlögum yrðu áþreifanlegir að kveldi , breitt yfir og boðið góða nótt. En það virðist ekki hafa verið vilji Almættisins eða að minnsta kosti rættist ekki sá draumur að sjá kútinn vaxa og dafna og feta hvert þroskaskrefið á fætur öðru. Blessuð sé minning þessa drengs sem nú hvílir á nokkurs efa í faðmi Guðs, öruggur og sæll. Eftir sitja foreldrar og aðstandendur sem þrumu lostnir og bíða eftir því að vakna af þessari skelfilegu martröð. Vafalaust minna allir hlutir innanhúss og utan þau á drenginn litla.
Ég votta þeim mína dýpstu samúð en get þó aðeins gert mér þetta í hugalund og nær sá skilningur engan veginn þeirri dýpt og þeim tilfinningum sem þau ganga í gegnum en ég mun minnast ykkar í bænum mínum.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er þér svo hjartanlega sammála. Þetta ætti að minna mig á að þakka fyrir hvern dag í Paradís og hætta að kveinka mér yfir smámunum. Sjálfsagt á það við um fleiri . . . þetta er svo hræðilega sorglegt og gerist á hverjum einasta degi einhvers staðar úti í heimi.
Fiðrildi, 2.12.2007 kl. 23:59
Það er nú heila málið, við erum svo upptekin af smámunum að við sjáum stundum ekki skóginn fyrir trjám.
Júdas, 3.12.2007 kl. 00:05
þetta er hrikalegt......ég hef misst og veit en get samt ekki vitað hversu sárt þetta er foreldrunum.
Einar Bragi Bragason., 3.12.2007 kl. 00:14
Við eigum að hugsa um það á hverjum degi hversu lánsöm við erum, oft á dag og í raun gerum við það, til dæmis bara þegar við brosum til baka til barnanna okkar Fjölskylda þessa litla drengs á alla mína samúð
Jónína Dúadóttir, 3.12.2007 kl. 07:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.