Söknuður og tilgangur

     Þegar ég vaknaði í morgun fann ég að mikið yrði hugsað í dag og ekki síst um söknuð og tilgang en það voru þær tilfinningar sem bærðust í brjósti mínu á þessum annars ágæta mánudegi.  Að byrja daginn með svona vangaveltum er ekki ákjósanlegt en það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem það gerist.  Hugsanirnar um söknuð og sorgir sunnlensku foreldranna í gærkveldi hafa vafalaust ýtt þessu úr vör og það að geta ekki faðmað litla kútinn minn í gærkveldi og morgun hafa vafalaust magnað þetta.  Unglingurinn þurfti ekki í skólann og svaf því sem fastast svo ekki gat ég faðmað hann,  og konan í lífi mínu er ekki fundin og vekur ekki furðu þar sem leit að henni hefur ekki farið af stað eða var hætt áður en hún byrjaði.  Ég skil þetta varla sjálfur.  Þetta er eins og að keppa í þrístökki með atrennu en labba bara að sandinum og róta í honum með lyklaborði.   Það er varla vænlegt til ávinnings en ég sjálfur í hnotskurn.

      Ég náði því einstaka afreki þegar ég kom heim úr vinnu í gær að sofna sitjandi við eldhúsborðið með tölvuna opna fyrir framan mig og opna bók í kjöltunni.  Greinilega þreyttur því ég var ákveðinn í því  að fara á æfingu eftir vinnu en þetta fór alveg með það.  Ég vel mér yfirleitt eldhúsborðið til vinnu og íhugunar frekar en stofuna einmitt til að halda mér vakandi og við efnið en eitthvað snérist þetta við svo ég er settist inn í stofu síðar um kvöldið með öllu óhræddur um að  missa af kvöldinu og upplifa það á lendum drauma.  Vangavelturnar urðu hinsvegar of þungar en það vissi ég ekki fyrr en í morgun.   Jólin eru ofarlega í huga mér enn og aftur en ég þarf að draga eldri kútinn með mér í ljósaskreytingar í vikunni því það er aldrei nóg af ljósum í öllu þessu myrkri og það verður gaman að fylgjast með litla kútnum þegar hann kemur á föstudag og sér þessa ljósadýrð.  Þetta er allavega planið og nóg um það.

    Ég sé að maður á að segja minna, þegja meira og ef tilvill skrifa minna.............eða meira,  ég veit það ekki alveg en það kemur í ljós á næstu dögum.

   Munið að hjarta mannsins upphugsar vegu hans en Drottinn stýrir gangi hans.  Gæti það verið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góða sskemmtun í skreytingum ! Og hugsaðu þér bara þegar þú færð að sjá langfallegasta jólaljósið, brosið frá litla kútnum þegar hann sér öll herlegheitin

Jónína Dúadóttir, 3.12.2007 kl. 12:32

2 Smámynd: Júdas

Nákvæmlega ,  hvað ætli ég þurfi að skreyta jólatréð oft.......ég reikna með að hann verði í því að fjarlægja skrautið af því.

Júdas, 3.12.2007 kl. 21:57

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er nefnilega alveg tvennt til í því, kannski verður hann svo uppnuminn að hann horfir bara

Jónína Dúadóttir, 4.12.2007 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 48796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband