Hamingju hamlandi?

     Rigning í dag og því frostlaust,  það er ekkert nema gott.   Rokið er hinsvegar ekki á óskalistanum en þetta helst svo oft í hendur að taka verður því slæma sem fylgir með hinu góða.  Þvílík speki. 

     Ég dottaði aftur við eldhúsborðið hjá mér í gærkveldi og er alveg hættur að skilja þetta.  Vil gjarnan kalla þetta langt blikk því ég hef hvergi séð einhverja tímaskilgreiningu á augna-blikki og augnabliki en í jarðsögunni og eilífðinni væri þetta vart mælanlegt.  Ég var samt kominn á æfingu um áttaleytið og trimmaði þar eins og óður og leið vel á eftir.  Þetta er ávísun á vellíðan og ég var hissa á því hve margir eru að trimma eftir klukkan átta á kvöldin.  Þegar heim var komið kom ég unglingnum mínum í áframhaldandi próflestur en þar má ekkert slaka á.

        Það var svo sem auðvitað að ég skildi fara af stað út í lífið í morgun með einhverjar vangaveltur um lífið og tilveruna en það er eins og almættið hengi á mig slíkar birgðir um leið og ég stend upp úr rúminu.  Reyndar byrja þær um leið og ég losa svefn svona klukkutíma áður en ég fer á fætur.  Í dag voru það vangaveltur um það hvort „prinsipp“ eða einstrengingsháttur sem hefur fylgt mér í gegnum lífið væri ekki bjargræðið í lífi mínu heldur hreint og beint hamingju-hamlandi og ætti þá sökina á slæmri líðan minni af og til í gegnum tíðina.  Þessi tímabil eru alls ekki löng og tengjast því alltaf af slíta sambúð og jafna sig tilfinningalega eftir volkið, en þau eru óþægileg og fá mig til að hugsa of mikið og jafnvel sofa of lítið.  Þótt ég hafi slitið þessum sambúðum og samböndum neyddur af „prinsippum“ lífs míns upplifi ég ástarsorgina greinilega lengur en þessar konur svo það hlýtur að vera eitthvað mikið að mér.   Þau prinsipp að ganga ekki á eftir konum, fara ekki á miðin í leit að konum osfrv. gæti svo verið mjög hamingjuhamlandi og einnig það að reyna ekki við sextuga konu sem les af rafmagninu hjá mér en líklega er hún sú eina sem kemur inn í forstofu til mín þessa mánuðina.  Þetta virðist vera einhverskonar hamingjufötlun á sviði þesskonar hamingju en ég veit um mörg dæmi þar sem menn hafa fengið höfnun en ekki gefist upp og haft erindi sem erfiði að lokum.  En ekki ég. 

     Ég ætlaði að fara á kaffihús í miðbænum eftir æfingu í gær, ganga um miðin og skima en ég skammaðist mín fyrir hugsunina eina og hætti við eftir að hafa keyrt framhjá nokkrum.  Fyrsta hugsunin sem kom upp hjá mér var að ég legðist ekki svona lágt.  Þetta getur ekki verið eðlilegt.  Það vantar í mig kæruleysisgenið svo ég þarf alltaf að hugsa alla leiki fyrirfram og vil koma til dyranna eins og ég er klæddur en ekki í dýrðarljómabúningi sem fellur svo af eftir nokkurra daga eða vikna ljóma.

Réttur og sléttur ræfill, eða kannski ekki alveg sléttur því aldurinn segir til sín.

Það verður prinsippið í dag að ganga sléttur inn í daginn en til þess þarf ég að taka hárið í hnút og herða að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það var þetta með hárhnútinn........ En að alvörunni, það getur líka verið og ég held það sé hamingjuhamlandi að vera á "veiðum"...   Góður vinur minn, frá gömlum tímum, hélt því fram að ástin endist stutt en vináttan endist út ævina.... mér finnst nú vera einhver glóra í því. Að vísu vill sá ekki vera vinur minn lengur, hann skipti um skoðun þegar hann fór í sambúð....

Jónína Dúadóttir, 4.12.2007 kl. 12:48

2 Smámynd: Fiðrildi

Alveg sammála henni Jónínu.  Fari maður á veiðar lendir maður kannski bara á villigötum.  Segjum að þig langi í rjúpu og komir svo heim með gæs . . það er ekki það sama.  Það þarf að meðhöndla, elda og éta gæsina allt öðruvísi en rjúpu.  Það var nú kannski ekki það sem Jónína átti við . . en ég er samt líka sammála henni

Fiðrildi, 4.12.2007 kl. 14:14

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Arna alltaf góð

Jónína Dúadóttir, 4.12.2007 kl. 14:32

4 Smámynd: Júdas

Ehhh, ég er ekki á leið út á lífið í þessum erindagjörðum og það böggar mig.  Rjúpa, gæs......meðhöndla, elda, éta.........endar þetta ekki allt á einn veg hvort sem er....

 Vinátta út ævina verður nú ekkil löng ef maður finnur hana ekki fyrr en á sextugsaldri eða þá sjötugsaldri en möguleiki á finna hana í forstofunni reynda.

Júdas, 4.12.2007 kl. 18:17

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Forstofan er nú bara nokkuð góð byrjun

Jónína Dúadóttir, 4.12.2007 kl. 21:27

6 Smámynd: Fiðrildi

Forstofan er eins og forleikurinn . . . alltaf bestur

Fiðrildi, 4.12.2007 kl. 21:36

7 Smámynd: Júdas

Er farinn að hanna flugdreifimiða um opið hús í piparsveinastræti 6, móttaka og fordrykkur í forstofunni..........

Júdas, 4.12.2007 kl. 22:34

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góður

Jónína Dúadóttir, 5.12.2007 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 48796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband