Ný spor

     Þá er einu fíflinu færra því ég afklæddist því í morgun og hélt út í nokkuð fallegan dag.  Fáein loforð flökkuðu á milli heilasella en þó vottaði fyrir efasemdum því hversu áreiðanlegur getur Júdas orðið gagnvart sjálfum sér svo ég tali nú ekki um með ágæta reynslu að baki í að svíkja sjálfan sig.   Svikin í gær náðu þó ekki út í fingurna aða aðra útlimi, náðu ekki til málstöðvar eða dónastöðva heldur eingöngu til löngunar, væntinga og hugrenninga.  Slæmt samt.  Í þessu er enginn dónaskapur svo það valdi ekki misskilningi en það að rölta í hringi og rekast á eigin spor skilar manni ekki á áfangastað og maður nálgast ekki skugga framtíðar heldur skugga fortíðar.  Villtur maður í blindbil missir baráttuþrek við það að  rekast á eigin slóð og komast að því að hann hafi rölt í hring.  Ég ætla samt ekki að gera úr þessu einhvern sérstakan drama því ég er ekki lagstur nakinn í kuðung undir eldhúsborðið grátbólginn, langur vegur frá því, og í raun er ég ekki langt frá því að vera glaður en þó gramur við sjálfan mig.   

     Á morgun sæki ég litla kútinn minn og kútavikan byrjar.  Þá magnast allur tilgangur og værð færist yfir heimilið.  Unglingskúturinn fór úr bænum í dag en kemur aftur á morgun.  Hann ætlar að votta móður sinni smá virðingu á merkum tímamótum í lífi hennar, en aðeins þess vegna.  Við ætlum að leggjast í stærðfræðilestur um helgina vegna prófa í næstu viku og síðan verður jólaskreytt um helgina í góðu tómi, við feðgar sameinaðir.  Bara það að skrifa þetta fyllir mig gleði og hamingju þótt fjórða hjólið vanti undir vagninn, hjól gleði, uppörfunar, umhyggju og natni.  Hin þrjú eru góð svo ef einhvern vantar þrjú góð hjól, eitt að vísu sólað nokkrum sinnum, algjörlega óneglt en með grófu munstri þá  commentið með dulinni meiningu sem menn af ætthvísl Júdasar einir skilja.

Njótið dagsins,  fegurð hans er sýnileg þeim sem vilja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég var einmitt farin að hafa áhyggjur af því að þér væri orðið kalt undir eldhúsborðinu Svona í leiðinni, ég keyri ekki á sóluðu, er á heilsárs....

Jónína Dúadóttir, 6.12.2007 kl. 22:49

2 Smámynd: Fiðrildi

Fiðrildi, 6.12.2007 kl. 23:46

3 Smámynd: Júdas

Sóluð eru stórlega vanmetin, þannig að ég hefði viljað sólað til endurneglingar   eða þannig.........

Júdas, 7.12.2007 kl. 07:56

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Veistu væni minn, að það eru fleiri fiskar í sjónum en Hafrannsóknarstofnun segir til um....  Ég hef svooooo ekkert á mótið sóluðum, notaði þau sjálf hérna á árum áður og dugðu fínt... þú átt eftir að verða heilsárs.... fyrr en þig grunar  Mundu bara að um leið og þú hættir að leita, þá finnurðu það sem þú ert að leita að og stundum eitthvað fleira sem maður kannski var ekkert að leita að en það er önnur saga....

Jónína Dúadóttir, 7.12.2007 kl. 09:04

5 Smámynd: Fiðrildi

Ég er allavega farin að hlusta á Jónínu.  Hún hefur margt viturlegt í pokahorninu ;)

Fiðrildi, 7.12.2007 kl. 10:23

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Arna

Jónína Dúadóttir, 7.12.2007 kl. 12:26

7 Smámynd: Júdas

ammmm, líklegast enda skilaði auglýsingin þarna ekki neinu...........etv hefði ég átt að nefna jólahjól 

Júdas, 7.12.2007 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 48796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband