7.12.2007 | 23:57
Viðsjála stóra veröld
Ég fór sterkur á fætur í morgun, leit í spegil og fannst ég bara nokkuð góður. Sumir morgnar lofa ekki góðu og engu líkara en að maður hafi frosið fastur í svelli að kveldi og hafi verið að losna en svo lagast það þegar líða tekur á daginn. Þessi var ekki þannig. Útlitið spilar samt ekki stóra rullu úr því ég tók þá ákvörðun snemma á lífsleiðinni að vinna ekki sem fyrirsæta og í rauninni sem betur fer því líklega hefði tilboðum ekki rignt yfir mig. Ég get því farið tiltölulega ljótur út úr húsi án þess að tapa á því peningum eða missa af einhverjum tækifærum, vinnutengdum, en ég útiloka þó ekki að það geti truflað mig á öðrum sviðum og svipt mig annarskonar tækifærum. Nóg um það.
Dagurinn gekk ágætlega fyrir sig og ég náði í kútinn minn á leikskólann kl 17 og þvílíkir fagnaðarfundir. Ég veit ekki hvað ég fékk marga kossa frá honum og við vorum varla sestir inn í bílinn þegar hann vildi fara að syngja með mér krummavísur en þær eru í miklu uppáhaldi. Þinga kumma eins og hann orðaði það af sinni alkunnu snilld. Þegar heim var komið byrjaði hann strax í forstofunni að kalla á bróður sinn og stormaði inn í tómt herbergið og síðan inn í stofu í leit að honum. Bói......BÓÓiii.....ka e bóiii.... vonbrigðin leyndu sér ekki og mér tókst ekki að útskýra fyrir honum að brói kæmi heim seinna í kvöld. Hann spurði að þessu af og til alveg þangað til brói kom heim um níuleytið og þá elti hann stórabróður út um allt hús, fram og til baka eins og lítill hvolpur og gleðin skein úr andlitum beggja. Fjórtán ár eru á milli þeirra kúta og þegar ég hugsa til þess að ég gæti horfið frá þeim báðum fyllist ég samt öryggiskennd yfir því að vita að stóri bróðir eigi eftir að standa vaktina gagnvart litlabróður og vafalítið verða góð föðurímynd, ef ég yrði kallaður frá því ekki veit maður hvenær kallið kemur.
Unglingurinn stökk í sturtu, græjaði sig og var svo rokinn út en við litli tannburstuðum okkur og síðan lá leiðin inn í rúm. Vinurinn var orðinn þreyttur og farinn að nudda eyrun eins og hann gerir alltaf þegar hann er þreyttur. Við gáfum okkur þó tíma til að biðja bænirnar en þar nefnir hann öll nöfn sem hann man eftir og eru þar nefnd bæði tuskudýr og teiknimyndafígúrur. Ekkert má gleymast og augnabliki síðar var hann þotinn inn í veröld drauma svo fallegur og yndislegur að ég kveikti á lampa bara til að horfa á hann. Þvílík forréttindi að fá að ala upp svona kút öðru sinni. Ég er ekki fá því að ég hafi tárast en þar sem ég er karlmaður bið ég ykkur um að líta fram hjá því. Sennilega hafa þetta verið svitadropar af enni mínu sem enduðu í augnkrókunum.
Það er værð yfir heimilinu og værð í hjarta mínu. Tilgangur með öllu og ekkert óyfirstíganlegt.
Nú skal ég sýna þér nokkuð,
sem nýtt er svo litlum kút.
Við skulum ganga fram göngin
og gægjast um dyrnar út.
Þeir geta þröskuldinn sigrað,
sem þrauka fast við sinn keip.
En vertu aðgætinn vinur,
því varinhellan er sleip.
Og svo koma þyngri þrautir.
Sko, þetta er nú , kútur minn,
hin viðsjála, stóra veröld.
Æ, við skulum koma inn.
K.Djúp.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þið eruð yndisleg fjölskylda og ég gúddera ekkert þetta með svitadropa sem villtist, það er mannlegt að tárast og karlar eru nú líka menn
Jónína Dúadóttir, 8.12.2007 kl. 07:06
uhh, karlar gráta ekki og held þeir tárist ekki heldur
Júdas, 8.12.2007 kl. 13:17
Jónína Dúadóttir, 9.12.2007 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.