8.12.2007 | 13:15
Þvílíkur okrari
Þetta er sko fallegur dagur þótt ekki rigni. Hvítt yfir öllu, sólin lágt á lofti, himininn bjartur og einstaka hvít drífa á annars fagurbláum himninum. Er það ekki á svona dögum sem maður verður öruggur með það að almættið sé á bak við þetta allt saman. Við litli kútur fórum snemma á fætur en höfum enn ekki farið neitt út. Hann var orðinn svo þreyttur eftir leiki morgunsins að ég fór með hann nauðugan inn í rúm og hann sofnaði eftir að hafa troðið höndunum inn fyrir hlýrabolinn minn og flækt sig einhvern veginn þannig utan um mig. Það síðasta sem ég heyrði hann segja var babbi lulla og síðan bara uml.
Ég ákvað að koma unglingnum á lappir fyrir hádegi og setti brauð í ofninn en það er besta aðferðin við að lokka þennan aldurshóp úr rúmi, fyrir utan innleggsnótu upp á 46 þúsund í tískuvöruverslun en það kom aldrei til greina. Nú verður engin miskunn sýnd, stærðfræði skal það vera í allan dag og fram á kvöld. Einnig þarf ég að fara samningaleiðina að honum með að koma aðventuljósi og seríu í gluggann hjá honum en ég man að það var ekki sérlega vinsælt í fyrra þótt ég hefði betur. Þá var mér hótað á léttu nótunum að gist yrði í athvarfi yfir jólin ef sér yrði aftur misboðið með þessum hætti aftur því ekki má coolið hverfa. Mér datt í hug að leigja gluggann hjá honum og gerði honum tilboð áðan upp á 100 kr leigu á dag á glugganum og hélt að hann væri of þreyttur fyrir gangtilboð en það kom leiftursnöggt eða 44 kr á hverja peru sem færi í gluggann. Þetta skiptir svolitlu máli því eldhúsglugginn og herbergisglugginn hans snúa út að götu og verða því að fylgjast að í þessu. Þvílíkur okrari. Sex aðventuperur og 30 ljósa sería eru 36*44 kr per dag eða 1.584 á dag í fjórar vikur samtals 44.352 kr. Getur verið að hann sé Smárason eða Jóhannesson. Mitt tilboð hefði endað í 2800 kr. Hann vill gjarnan skreyta út um allt nema þennan glugga en málið er í vinnslu. Ætli það séu til útiaðventuljós sem ég gæti skrúfað í gluggasylluna að utanverðu ásamt útiseríu og komist þannig hjá því að eiga viðskipti við svona okrara eða er til einhver gjaldskrá yfir þetta. Ég veit ég næ þessu fyrir rest enda búinn að gera samninga við hann frá því hann var smákútur. Upp á loft verður farið á eftir og dótið tekið niður svo þetta er allt að gerast.
Kaffibolli og Laugar eru inni í myndinni líka en er ekki í forgangi.
Njótið dagsins eða hvers annars.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður dagur hjá kútum okrurum og pissudúkkum
Jónína Dúadóttir, 9.12.2007 kl. 12:19
jú jú, nákvæmlega. Kútur er auðvitað alltaf kútur, okrarinn varð undir í viðskiptunum og borgar nærri því með skrautinu og pissudúkkan hefur verið á undanhaldi og vikið fyrir single útgáfunni af ófríðum Ken. Bara nokkuð gott!
Júdas, 9.12.2007 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.