9.12.2007 | 22:47
Værð er yfir og allt um kring
Fallegur góður dagur á enda. Við vöknuðum hægt og rólega, lágum lengur en venjulega, kúrðum, hlógum og kúldruðumst. Síðan sagði hungrið til sín hjá öðrum og kaffiþorstinn hjá hinum og við fórum fram. Nokkru síðar var kúturinn farinn að ókyrrast og endaði við dyr bróður síns og byrjaði að kalla og slá í hurðina í von um að brói kæmi fram líka. Það tókst þó ekki fyrr en nokkrum tímum síðar og þá var komið fram til að búa sig undir próflestur. Við kútur fórum í Laugar og á svolítið flakk en síðan var farið heim að jólaskreyta.
Margt forvitnilegt var tekið upp úr kössum og pokum og stundum varla hægt að nálgast það sem var i kössunum fyrir litlum kút, nánast á hvolfi ofan í þeim. Jólatréð fer þó ekki upp strax og spurning hvort það verður ekki bara látið liggja á hliðinni því ég á ekki von á öðru en að vinurinn eigi eftir að draga það á hliðina oftar en einu sinni af einskærum áhuga og dugnaði því á því verður margt sem þarf að rannsaka og skoða. Það þarf auðvitað að koma við þetta allt saman og prófa það líka.
Kúturinn var fljótur að sofna, eldri kúturinn rokinn út með vinum og gamli kúturinn sestur með ljóðabók og tölvu inn í sófa. Værð er yfir og allt um kring.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.