10.12.2007 | 23:39
Einstök börn
Ég ligg inni í rúmi með kútnum og er búinn að vera í tvo tíma að koma honum niður. Ef það var eitthvað sem hann ætlaði ekki að gera í kvöld var það að fara að sofa. Við vorum fyrr í kvöld að hjálpast að við að hengja upp ljósaseríur í eldhúsgluggana, ég að hengja og hann að rífa þær niður jafn óðum en bara óvart. Hann dró stólinn sinn út um alla íbúð til að geta prílað með mér, verið alveg ofan í því sem ég var að gera og með hendurnar út um allt. Þetta var sko gaman. Gerum þetta aftur á morgun. Svo skilur hann ábyggilega ekkert í því af hverju verið er að reyna að koma honum niður....... hann er yndislegur.
Ég minntist á það við unglinginn áðan hvort við ættum að klára að hengja upp seríurnar en hann glotti bara að mér og spurði mig hvort ég héldi að hann ætti enga vini eins og ég. Veit ekki alveg hvað hann meinti, en hann ætlaði allavega ekki að vera með í þessu í kvöld, það var alveg ljóst.
Dagurinn var einstaklega dapurlegur og langdreginn, einmanaleiki í loftinu þangað til heim var komið og allar hugsanir snérust um þá sem minna mega sín. Ég hef verið að lesa blogg Einstakra barna undanfarið og ekki laust við að maður finni sig vanmáttugan í baráttu þessara barna og fjölskyldna þeirra í öðru en fallegum hugsunum og andvörpum í átt til hans sem öllu ræður og öllu stýrir........Vert Þú með þessum fjölskyldum og þessum litlu englum sem eiga stutta viðdvöl í þessum harða heimi. Bros þeirra og hetjuleg barátta situr eftir í huga þeirra sem á horfðu og ljóst að þar fara litlir englar og hetjur holdi klæddar. þakka þér..................
Góða nótt, einstöku vinir.
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
. . já það er eins gott að gleyma ekki að það eru ekki allir sem hafa það gott um jólin eða bara aðra daga.
Fiðrildi, 11.12.2007 kl. 00:03
Jónína Dúadóttir, 11.12.2007 kl. 07:05
Ég er búinn að hugsa mikið um þetta undanfarið því það eru svo margir sem eiga um sárt að binda. Svo faðmar maður börnin sín heilbrigð og skortir ekkert......... , en maður veit þó ekkert um morgundaginn. Skuggar framtíðar gæru verðið skuggalegri en mann grunar.
Júdas, 11.12.2007 kl. 07:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.