Hann pissaði yfir mig

     Þetta var nú meiri nóttin.   Kúturinn alltaf að vakna, umla og leggjast yfir andlitið á mér.  Hann kórónaði nóttina með því að draga fermingarbróðurinn upp úr bleiunni og pissa svo yfir mig.....Ég vaknaði en hann ekki.  Þurfti að skipta um á rúminu, skipta á kútnum og þrífa okkur og þá svaf hann sem fastast.  Ekki skrítið þó ég hafi vaknað þreyttur í morgun.  Hafragrautur og kaffi komu þó hlutunum í þokkalegt stand.

      Dagur fundarhalda, en góður samt.  Hann var fljótur að líða og eftir að hafa náði í kútinn og verslað fórum við heim og elduðum svínalundir með brúnuðum kartöflum og smjörsteiktum sveppum.  Kúturinn sofnaði snemma og ég sem ætlaði að vera svo duglegur í kvöld er lagstur upp í sófa staðráðinn í að gera ekkert og vera latur.  „Að vera latur hefur sinn tíma“ og þetta er hann.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heyrðu hvað er í matinn annað kvöld, er að hugsa um að mæta

Jónína Dúadóttir, 11.12.2007 kl. 22:14

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag Undirtektirnar við matarbetlinu voru svo dræmar að ég fór inn í geymslu áðan og tók upp fisk úr kistunni til að hafa í kvöldmatinn

Jónína Dúadóttir, 12.12.2007 kl. 09:45

3 Smámynd: Júdas

heheheh,  ég er eitthvað svo latur.  Mér sýnist að ég panti mat í kvöld, en var samt að velta fyrir pasta í allan dag.  Ég ætla að klára seríuuppsetningar og brjóta saman þvott.      Spurning hvort ég bjóði í mat og skilyrði það við smá vinnu í þvotti...................

Júdas, 12.12.2007 kl. 17:41

4 identicon

Að vera latur af og til er svo næs. Ég er löt þessa dagna enda nánast komin í jólafrí.

Ragga (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 17:57

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég sem hata alveg að brjóta saman þvott..... á veturna þegar ekkert er hægt að hengja út. Ég rek svo gistiheimili á sumrin og þvæ allt sjálf og hengi út og brýt saman og það er fínt

Jónína Dúadóttir, 12.12.2007 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 48796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband