13.12.2007 | 08:24
Ilm af henni fundum við allsstaðar
Ég náði loks að klára að setja upp jólaskrautið í gærkveldi og búinn að kaupa eina jólagjöf. Ekki slæmt það. Er svo reyndar kominn með aðrar nokkuð á hreint í huganum allt nema unglinginn. Þar er ég ekki endanlega búinn að ákveða mig. Ég ætla að versla megnið í vikunni svo það verði ekkert stress síðustu dagana fyrir jól. Einnig verður ákveðið um helgina hvort notað verður gervijólatréð sem notað hefur verið undanfarin jól eða lifandi og svo ákvað um daginn að koma upp jólatrjám á báðum heimilum kútsins svo hann fái notið þess alla daga um hátíðina. Endalausar ákvarðanir og vangaveltur. Unga konan verður hjá okkur feðgum á aðfangadag í matnum og um kvöldið svo allir fái að njóta samvista við litla kútinn, pabbinn, mamman og stóri bróðir. Miðað við hamaganginn í honum þegar hann reif upp pakkana á afmælinu sínu í haust má reikna með talsverðum látum en mér sýnist mesta tilhlökkunin vera hjá mér.
Ég reyndi í morgun að vekja áhuga kútsins á skónum hans sem stóð út í glugga með einhverju í en hann skildi ekkert í því í gærkveldi af hverju pabbi var að troða honum upp í glugga og kom þrisvar með hann fram í forstofu þar sem hann átti svo sannanlega heima. Hvað er að þessum gamla manni. Skórinn fór svo í gluggann þegar kúturinn var sofnaður en í morgun þegar honum var bent á skóginn og hann hvattur til að skoða hann var áhuginn víðsfjarri og núna nærri klukkutíma síðar er skórinn þarna enn og mér sýnist kúturinn vera sofnaður aftur svo það verður taka tvö á þetta rétt á eftir. Mér finnst þetta samt svo skemmtilegur siður að ég vil endilega koma honum á. Ég man svo vel eftir því þegar stóri bróðir hans var að komast að hinu sanna í þessu öllu saman og með rök og fullyrðingar á hreinu þegar þrír jólasveinar bönkuðu upp á í hreiðrinu og færðu honum pakka. Ég man ekki hvað hann var gamall en hann var svo himinlifandi að fyrri fullyrðingar gleymdust á augnabliki og brosið ætlaði ekki af honum.
Ég verð að játa það að þegar ég rifja þetta upp renna svitadropar ef enninu niður í augnkrókana enn og aftur og kökkur kemur í hálsinn..........þarna í Þorpinu bjó falleg fjölskylda og húsmóðirin á bænum, rauðhærð og rjóð fór eins og stormsveipur um húsið í jólaundirbúningi og okkur feðga skorti ekkert. Hvar sem við fórum um húsið glitti í hana og ilm af henni fundum við allsstaðar. Ég er ekki frá því að ég sakni þessa tíma þótt ég sakni ekki Þorpsins eitt augnablik. Konur um jól eru yndislegar og ég sakna þess einna mest af öllu þessa dagana. Að vera einn hefur sinn tíma en ég hlakka til þess þegar þeim tíma lýkur.
Mín ljóð eru fræ í sál þér sáð,
þó sum bíði hel, ég á djarfa þrá,
að skjóti hin rót, verði skógur sá,
er skýlir, þá stormar næða,
með blaðskrúð, er gleður og betrar þinn hug,
og blóm, sem þér lífstrú glæða.
Kr. f.Djúp
Um bloggið
Júdas
Eldri færslur
Færsluflokkar
Bloggvinir
- tilfinningar
- tolliagustar
- lindalea
- kisabella
- siggasin
- saxi
- svavaralfred
- ein
- gisgis
- totally
- mofi
- vilborgo
- rebby
- scorpio
- gurrihar
- erla1001
- stormsker
- aslaugh
- jensgud
- eggmann
- blossom
- gretaulfs
- limran
- malacai
- arabina
- toshiki
- gurkan
- gelin
- asarich
- kona
- neytendatalsmadur
- myndamen
- brandarar
- little-miss-silly
- rose
- hebron
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 48796
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar ég ber saman færslurnar þínar núna og fyrst, þegar ég byrjaði að lesa hjá þér og varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að verða fyrsti bloggvinur þinn, finnst mér alltaf verða bjartara og bjartara yfir þér Það er gaman að fá að fylgjast með ykkur litlu fjölskyldunni í amstri daganna og mér líkar vel ljóðasmekkurinn þinn Mundu minn kæri, að góðir hlutir gerast oftast svo andsk... hægt
Jónína Dúadóttir, 13.12.2007 kl. 08:54
Þú ert svo yndisleg alltaf Jónína mín. Ég byrjaði að blogga til að reyna að blogga frá mér vanlíðan en mig grunaði ekki að þetta væri það samfélag sem það er í raun og veru. Ég var Irkari í gamladaga og man eftir mörgum fyrirrennurum msn í vinsældum , td Powwoww sem var flott samskiptaforrit og yahoo sem enn er verið að nota. Einnig fékk ég til prufu svipað forrit sem Oz fyrrverandi smíðaði en náði líklegast engri dreifingu. Ég kannast því vel við netsamskipti og netvináttu en bloggið finnst mér alveg sér á báti og miklu sterkara en ég átti von á.
Ég átti ekki von á því að þetta skilaði mér árangri en það hefur gert það, hægt á mér og hjálpað mér að sjá hlutina í réttara samhengi. Takk.
Júdas, 13.12.2007 kl. 18:12
Sömuleiðis takk
Jónína Dúadóttir, 13.12.2007 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.