Starbucks kemur vonandi

     Værðin var allsráðandi í gær og út úr húsi fór ég ekki.   Meira að segja ruslapokar biðu í forstofunni en unglingurinn minn horfir til himins og tekur sjaldan eftir þeim.  Eitthvað annað en pabbi gamli sem tekur meira að segja upp rusla af búðargólfum hvar sem hann fer um.  Ég ákvað að vera heima með litla kútinn svo mamma hans gæti farið að vinna því hann er búinn að vera með hita og þau mæðgin voru inni alla helgina út af því.  Við kútur kúldruðumst því, hitinn lítill og kúturinn kátur þrátt fyrir allt. Dagurinn einkenndist af faðmlögum og kossum, og voru nebbakossar í miklu uppáhaldi hjá þeim stutta.  Á klukkutíma fresti gaf hann sér þó tíma til að príla upp í rúm og upp í glugga til að skoða í skóinn sinn, koma svo með hann til mín, hvolfa úr honum og segja mér að það væri ekkert í honum.  Hann er búinn að fatta þetta með skóinn en skilur ekki alveg að þetta gerist á nóttunni og bara einu sinni á sólarhring.  Líklega stefnir hann á það að komast til áhrifa og valda seinna meir og fá þessu þá breytt sér í hag.  

     Þegar vinurinn sofnaði eftir hádegi voru jólagjafir teknar fram og gamli byrjaði að pakka þeim inn.  Unglingurinn kom að og tók þátt í þessu í 20 mínútur eða svo.  Innpökkun er því lokið en gjöfin handa unglingnum er eina gjöfin sem eftir er að kaupa og í raun eina vandamálið sem að okkur steðjar þessa dagana.  Jólatréð verður keypt í kvöld og skreytt síðar í vikunni.  Ég ákvað að skrifa engin jólakort þessi jól og minnka þar með stressstuðulinn en mundi það svo bara í gær að ég hef tvö síðustu ár prentað þau út úr tölvunni með mynd að kútnum og fallegu letri svo penni hefur ekki farið á flug  í þessu í tvö ár.   Ég ætla samt ekki að senda nein núna nema þá í formi rafpósts og fjöldinn er ekki svo ýkja mikill.

     Í dag er ég heima til hádegis með kútinn en þá sækir unga konan hann.   Við reiknum með að hann fari á leikskólann í fyrramálið og þá er hversdagsleikinn aftur farinn að snúast í sínum ágæta farvegi sem líklegast er þakkarvert því hversdagsleikinn er í miklu uppáhaldi.

     Ég las það í blaðinu áðan að nokkrir áhugamenn væru að reyna að fá Starbucks kaffihúsakeðjuna til að opna hér á landi og vakti það virkilega áhuga minn því oft hef ég velt því fyrir mér af hverju hún væri ekki löngu komin hingað.  Styð þá 100% í þessu og hvet menn til að fara inn á starbucks.is og skrá þar nafn sitt því til stuðnings. Væri til að vera með í þessu!

Nóg í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Tryggvason

Hvað er svona merkilegt við Starbucks kaffi ? Mér finnst Kaffitár, Te og Kaffi, Addesso og fleirri kaffihús ekkert gefa þeim í Ameríku eftir !!!

Kári Tryggvason, 18.12.2007 kl. 11:53

2 Smámynd: Júdas

Er þetta ekki bara eins og þegar við töldum okkur ekki þurfa erlendar skyndibitakeðjur því við vorum með sjoppur á hverju horni?  Ég held að þetta færi bara líf í kaffihúsamarkaðinn, lækki verðið osfrv.   Ég er svolíið spenntur.

Júdas, 18.12.2007 kl. 12:01

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mættu þá koma hingað til Akureyrar líka, ég ér ágætlega fjáð og ekki þekkt fyrir nísku, en mér finnst hrikalega dýrt að fara á kaffihús hérna

Jónína Dúadóttir, 18.12.2007 kl. 12:40

4 Smámynd: Júdas

Það er einn af draumum mínum að taka þátt í rekstri kaffihúsakeðju.................en ekki segja neinum.............

Júdas, 18.12.2007 kl. 21:32

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Lofa að segja engum

Jónína Dúadóttir, 19.12.2007 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 48796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband