Konur ilma

     Ég var að koma heim rétt áðan úr vinnu,  ágætur dagur en einhver söknuður að þjaka mig.  Jólin eru næstum því tilbúinn hjá mér en eitthvað vantar.  Ég rölti inn í nokkrar búðir áðan og stóð þar eins og illa gerður hlutur og horfði yfir.   Upp í huga minn kom lagatextinn „konur ilma“...............     

     Ég veit það hljómar furðulega en alls ekki meint á slæmum nótum en þegar söknuður er mikill og dapurleiki vegna þess ríkjandi tekur maður eftir öllum smáatriðum í kringum sig sem lúta að því sem veldur söknuðinum, eins og maður sé utan við veröldina, áhorfandi og sjái hana jafnvel spilaða of hægt.   Fallegar konur fylgja mönnum sínum og ilmur þeirra eins og falleg ósýnileg slæða sem flagsast til og frá, og þær ilma.  Það er þessi ilmur sem ég sakna.  Ég rifja það upp núna að ég var að blogga um ilm fyrir nokkrum dögum en þetta er eitthvað svo ofarlega í huga mér þessa dagana.  Ég sakna þess svo óendanlega mikið, finna nálægðina , andardráttinn, léttar strokur jafnvel bara í búð eða biðröð, gripið í handlegginn á manni og jafnvel hvíslað í eyrað, stundum eitthvað sem litlu máli skiptir eins og  „æi, komum bara“ en einnig jafnvel án sérstaks tilefnis „ég elska þig“ eða , eða bara eitthvað...............

Konur ilma!

 

Í gulu sólskini gekk ég

um götur og torg,

og gróandans barkandi angan

barst mér að vitum.

 

Sál mín var hljóð og dimm

eins og djúpur brunnur,

og hönd mín var hvít og tærð.

 

Og ég, sem þekkti ekki mismun

á hamingju og harmi,

horfði með söknuði og trega

á eitthvað, sem ekki er til.

 

Steinn Steinarr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyndin tilviljun en ég rataði ákkurat á þetta lag í tiltekt minni í iTunes hjá mér í dag.

Njóttu þess bara að vera einn, ég veit það er auðvelt að segja það en samt ;) 

Ragga (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 22:21

2 Smámynd: Fiðrildi

 . . . og karlmenn ættu líka að ilma ;)  Ég sakna þess.

Fiðrildi, 19.12.2007 kl. 00:55

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Man ég eftir svona saknaðartilfinningum, óljóst samt...  Það er líka hægt að finna fyrir henni þó maður sé ekki einn, ég er búin að vera báðum megin við það borð.... Og ég veit að það er ekki það versta sem getur komið fyrir, að vera einn 

Jónína Dúadóttir, 19.12.2007 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Júdas

Höfundur

Júdas
Júdas

"Einn sem hefur allt en bíður þó eftir einhverju sem hann hefur ekki" Þetta á víst ekki við í dag.  Í dag væri nær að segja. Einn sem hefur allt en þarf að muna, viðhalda og sýna þakklæti. judas_@msn.com

 

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 48796

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ...0808_722078
  • Tröppur
  • Unga konan
  • Bekkurinn okkar
  • Lítill drengur með blóm

http://www.projectplaylist.com/myspace/20002550

Dire Straits - Romeo And Juliet

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband